Paul Pogba

franskur knattspyrnumaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Paul Pogba
Remove ads

Paul Labile Pogba (fæddur 15. mars 1993) er franskur atvinnumaður í knattspyrnu. Hann spilar ýmsar stöður á miðjunni og getur fært sig í vörn og sókn á miðjunni. Pogba spilaði síðast fyrir ítalska félagið Juventus og landslið Frakklands.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Yngriflokkaferill ...
Thumb
Pogba fagnar heimsmeistaratitlinum árið 2018 með móður sinni og bróður.

Pogba féll á lyfjaprófi í september 2023 og var upphaflega dæmdur í 4 ára bann frá fótbolta fyrir að taka ólögleg lyf en því var breytt við áfrýjun í 18 mánaða bann. Pogba var í banni til mars 2025.

Pogba þótti efnilegur unglingur og hélt til Manchester United árið 2011 en fékk lítil tækifæri. Hann fór til Juventus og vann 4 titla með félaginu í röð.

Árið 2016 sneri hann aftur til United fyrir metfé ( 89.3 milljón £). Pogba átti erfitt samband við Jose Mourinho árið 2018 sem setti hann á bekkinn eða úr hópnum á tímabili. Eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu batnaði frammistaðan allmikið og hann skoraði 9 mörk og átti 5 stoðsendingar í fyrstu 10 leikjum hans sem stjóra.

Pogba fór aftur frá United á frjálsri sölu til Juventus en náði aðeins að leika 8 leiki með félaginu frá 2022 til 2024 eða þangað til hann féll á lyfjaprófi.

Foreldrar Pogba eru frá Gíneu og á hann 2 eldri bræður sem spila fyrir landslið Gíneu. Hann er múslimi.

Pogba varð heimsmeistari með Frakklandi árið 2018 og skoraði í úrslitaleiknum.

Remove ads

Heimild


Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads