Pauley Perrette

From Wikipedia, the free encyclopedia

Pauley Perrette
Remove ads

Pauley Perrette (fædd 27. mars 1969) er bandarísk leikkona, rithöfundur og talsmaður borgararéttinda, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Abby Sciuto í NCIS.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...

Einkalíf

Perrette fæddist í New Orleans, Louisiana í Bandaríkjunum og fluttist mikið um þegar hún var yngri vegna vinnu föðurs hennar. Hún stundaði nám við Valdosta State háskólann í Valdosta, Georgíu þar sem hún lærði félagsfræði, sálfræði og afbrotafræði.[1]

Perrette styður mörg góðgerðarsamtök, þar á meðal dýrasamtök, Rauða krossinn, borgararéttindi og réttindi samkynhneigða. Perrette var gift leikaranum og tónlistarmanninum Coyote Shivers í þrjú ár. Hún giftist kvikmyndatökumanninn Michael Bosman í febrúar 2009.[2][3]

Remove ads

Tónlist

Perrette er lagahöfundur og söngvari sem hefur spilað í mörgum hljómsveitum og hefur gefið út nokkra geisladiska. Tók hún upp lagið Fear meðsamið af Tom Polce undir nafninu Stop Making Friends. Lagið var gefið út á NCIS: The Official TV geisladisknum sem var gefinn út 10. febrúar 2009.[4] Hún var einnig aðalsöngvari hljómsveitarinnar Lo-Ball sem Pauley P[5]. Lagið Can't Get Me Down eftir hljómsveitina má heyra í kvikmyndinni Legally Blonde. Perrette kom fram í tónlistasmyndbandinu The Unnamed Feeling með Metallicu.

Remove ads

Ferill

Perrette hefur komið fram í mörgum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum, tónlistamyndböndum og stuttmyndum gegnum árin. Fyrsta hlutverk hennar var í sjónvarpsþættinum ABC Afterschool Specials frá 1994. Hefur kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Frasier, The Drew Carey Show, Philly, 24 og CSI: Crime Scene Investigation. Perrette hefur síðan 2003 leikið réttarrannsóknarsérfræðinginn Abby Sciuto í sjónvarpsþættinum NCIS.

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Beverly Hills kvikmyndahátíðin
  • 2010: Verðlaun sem besta leikkona fyrir To Comfort You.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads