Peter Freuchen
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Lorenz Peter Elfred Freuchen (20 febrúar 1886 – 2 september 1957) var danskur landkönnuður, rithöfundur, fréttamaður og mannfræðingur. Hann er helst þekktur fyrir hlut sinn í heimskautaleiðangri Knud Rasmussen (Thule leiðangurinn).


Æviferill
Petar fæddist í Nykøbing Falster, Danmörku, sonur Anne Petrine Frederikke (Rasmussen; 1862–1945) og Lorentz Benzon Freuchen (1859–1927). Peter Freuchen var skírður í kirkju bæjarins.[1] Hann stundaði læknisfræði við Kaupnammahafnarháskóla um tíma[2], en fannst námið ekki eiga við sig.
Hann fór í sína fyrstu Grænlandsferð á árin 1906-08 sem næstyngsti meðlimur "Danmark-ekspeditionen" til norðaustur Grænlands. Þar var hann aðstoðarmaður Alfred Wegener.
Hann giftist þrisvar. Fyrsta kona (gift 1911) hans var Navarana Mequpaluk, en hún lést úr inflúensu 1921. Þau áttu saman tvö börn: Mequsaq Avataq Igimaqssusuktoranguapaluk (1916 - um. 1962) og Pipaluk Jette Tukuminguaq Kasaluk Palika Hager (1918–1999)[3]). Önnur kona hans var Magdalene Vang Lauridsen (1881–1960), dóttir Johannes Peter Lauridsen (1847-1920), dansks viðskiptamanns og forstjóra Danmarks Nationalbank. Þau giftust 1924 og skildu 1944 og varð ekki barna auðið. Þriðja kona hans (gift 1945) var Dagmar Cohn (1907–1991).[4]
Frá 1926 til 1940, átti Peter Freuchen eyjuna Enehoje í Nakskov Fjord. Á þessum tíma ritaði hann margar bækur og greinar. Eyjan hefur verið óbyggð síðan 2000 og er hluti af Nakskov-friðunarsvæðinu..[5][6]
Hann var einnig leiðbeinandi og handritshöfundur í myndum um heimskautasvæðin.
Í seinni heimsstyrjöldinni var hann virkur í dönsku andspyrnuhreyfingunni[7] og var á endanum handtekinn og dæmdur til dauða af nasistum. Honum tókst þó að flýja til Svíþjóðar og þaðan til Bandaríkjanna. Svo mjög var honum í nöp við kynþáttafordóma að hann þóttist vera af gyðingaættum ef einhver í félagsskapnum var talinn andsemitískur.[8][9]
Remove ads
Útgefin rit á íslensku
Auk þess eru enn fjöldi bóka eftir Peter óþýddar.
Remove ads
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads