Phyllostachys rubromarginata

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Phyllostachys rubromarginata,er tegund af ættkvíslinni Phyllostachys sem var fyrst lýst af Mcclure.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Orðsifjar

Fræðiheitið vísar til litarins á jöðrum blaðslíðra nýsprottinna stöngla, sem eru með rauðleitri rönd. Hann var skráður af Floyd McClure hjá Smithsonian Institution 1940.[1] Í Kína heitir hann Hongbian zhu eða Nuer zhu (Ungmeyjar bambus).[2]

Lýsing

Hann er hitakær fjallabambus sem vex og dreifist hratt og dreifir sér með rótarskotum. Stönglarnir geta náð 4 - 9m hæð í ræktun, þó hefur frést af 16m háum plöntum í Kína. Fullþroska stönglar verða frá 2,5 til 6 sm að ummáli með dökkgrænum liðum, 22–31sm löngum.[3] Hann þolir niður að -16 til -24°C.[4]

Útbreiðsla

Hann vex villtur í Guangxi og Guizhou í mið Kína, sem runni og á gilbökkum. It is commonly cultivated in Henan China.

Nytjar

Stönglarnir mynda gæða timbur fyrir til dæmis körfugerð, og er orðinn vinsæl skrautplanta í Norður Ameríku. Sprotarnir eru ætir.[5]

Sjá einnig

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads