Glitgreni

From Wikipedia, the free encyclopedia

Glitgreni
Remove ads

Glitgreni, Picea glehnii'[1] eða Sakalíngreni, er tegund af greni frá norðvestur Asíu. Það var nefnt eftir rússneska grasafræðingnum, landkönnuðinum (Sakalín og Amúr svæðin) , vatnafræðingnum og landfræðingnum Peter von Glehn[2] (1835—1876), sem var fyrstur til að lýsa þessari tegund. Japanir kalla þessa tegund アカエゾマツ, sem þýðir "rautt greni".

Staðreyndir strax Picea glehnii, Ástand stofns ...
Remove ads

Útbreiðsla og búsvæði

Meginstofn glitgrenis er á Hokkaidoeyju. Það finnst einnig á Hayachinefjalli í Kitakamifjallgarði á norðurhluta Honshū (Iwate héraði), auk þess á suðurhluta Sakalín (meðfram Anivaflóa, í Mereyadal, nálægt Bolshoye Vavaiskoye vatni og Busse lóni). Það vex einnig á suður Kúrileyjum (Kunashir, Shikotan og suður Iturup).

Glitgreni vex á milli 0 til 1600 metrum yfir sjávarmáli í dældum og köldum og mjög blautum jarðvegi á grýttum jarðvegslögum.

Remove ads

Lýsing

Thumb
Grein með barri
Thumb
Börkur
Thumb
Picea glehnii

Glitgreni er með þykkar keilulaga greinar, og stofn um 62–73 sm í þvermál. Á Sakhalin verður það 17 metra hátt, á meðan eintök á Japönskum fjöllum ná jafnvel 30 metra hæð. Gamall börkur er rauðbrúnn (þetta er það sem greinir þessa tegund helst frá öðrum) og hreistraður. Ungir sprotar eru yfirleitt rauðgulir eða vínrauðir, hærðir í rásum. Brumin eru yfirleitt 3 til 7 mm löng, næstum 5 mm breið og eru egg- til keilulaga. Þau eru rauðbrún og lítið eitt þakin trjákvoðu. Köngulskeljarnar eru þríhyrnigs eða ferningslaga.

Barrnálarnar eru 10 millimetra langar og 2,5 millimetra breiðar. Þær eru fjórhliða og nokkuð sveigðar, fullvaxin tré hafa sljóyddar nálar, meðan yngri tré eru með hvassar blágrænar. Þegar nálarnar eru nuddaðar lykta þær rammt.

Könglarnir eru af aflangt ávalir með næstum flatan grunn. Þeir eru 3,6 til 8,7 sentimetra langir og 2 til 4 sentimetra breiðir. Þeir eru purpuralitir eða grænir, brúnir og dökkrauðir við þroska. Fræin eru 2 til 2,4 mm löng með gulrauðum vængjum sem eru 2-3 sinnum lengri en fræið sjálft.

Það er skugg og frostþolið. Í ræktun fer það vel með Dáríulerki.

Remove ads

Blendingar

Glitgreni myndar blending við Japansgreni (Picea jezoensis); Picea × notha.

Verndun

Glitgreni er í rauðu bók Sakhalin héraðs, það er einnig verndað í þjóðgörðum Japans, sérstaklega á Honshu.

Ræktun á Íslandi

Glitgreni hefur lítið verið reynt á Íslandi, þó mun eitt tré vera í Lystigarðinum á Akureyri.[3]

Bókmenntir

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads