Brúngreni
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Brúngreni (vísindaheiti Picea rubens) er tegund af greni ættuðu úr austurhluta Norður-Ameríku, frá austurhluta Quebec til Nova Scotia, og frá New England suður til Adirondack-fjalla og Appalasíufjalla til vestur Norður-Karólínu.[2][3][4]
Þessi tegund gengur undir mörgum mismunandi heitum á ensku; red spruce, yellow spruce, West Virginia spruce, eastern spruce, og he-balsam (sjá Abies fraseri; "she-balsam").[5][6]
Remove ads
Lýsing

Brúngreni er sígrænt[7] skuggþolið[8] barrtré sem verður við bestu aðstæður 18 til 40 metra hátt með stofnþvermál um 60 sm. Þó geta einstaka tré náð 46 metra hæð og 1 metra þvermáli. Það er með mjókeilulaga krónu. Barrið er nálarlaga, gulgrænt, 12 til 15 mm langt, fjórhliða, sveigt, með hvössum oddi og stendur út frá öllum hliðum greinarinnar. Börkurinn er grábrúnn að utan og rauðbrúnn að innan, þunnur og hreistraður. Viðurinn er léttur og mjúkur, með mjóum árhringjum, og er með lítils háttar rauðum blæ.[9] Könglarnir eru sívalir, 3 til 5 sm langir, með gljáandi rauðbrúnan lit og stíft köngulhreistur.[2][3][4][10]
Remove ads
Búsvæði
Brúngreni vex meðalhratt til hægt, lifir í 250 til 450+ ár, og er mjög skuggþolið ungt.[11] Það er oft ríkjandi í skógum eða í bland við sandfuru, balsamþin, eða svartgreni.[12] Búsvæði þess er rakur en vel ræstur sendinn moldarjarðvegur, yfirleitt hátt yfir sjávarmáli. Brúngreni skaðast auðveldlega af vindkasti og súru regni.
Remove ads
Skyldar tegundir
Tegundin er náskyld svartgreni og blendingar á milli þeirra eru algengir þar sem útbreiðslusvæði þeirra skarast.[2][3][4]
Nytjar
Brúngreni er notað sem jólatré, í pappírskvoðu og til timburframleiðslu.[13] Það er einnig frábær tónviður(en), og er notað í marga vandaðri akústíska gítara og fiðlur. Hægt er að gera grenigúmmí úr trjákvoðunni.[10] Greinar með barri eru notaðar til að gera grenibjór. Einnig er gerður úr því „grenibúðingur“.
Brúngreni er héraðstré Nova Scotia.[3]
Skaðvaldar

Eins og gengur og gerist með tré eru ýmis skordýr sem leggjast á brúngreni. Helsti skaðvaldurinn er grenibrumormur (nokkrar tegundir af ættkvíslinni Choristoneura(en), en sérstaklega Choristoneura fumiferana(en)). Þó er hann meira vandamál í hvítgreni og balsamþin.[14][15] Annað sem hefur hrjáð brúngreni er aukning súrs regns og loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi.[16]
Remove ads
Ræktun á Íslandi
Brúngreni hefur lítið verið reynt á Íslandi, þó mun eitt tré vera í Lystigarðinum á Akureyri.[17]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads