Sitkagreni

Trjátegund í flokki barrtrjáa From Wikipedia, the free encyclopedia

Sitkagreni
Remove ads

Sitkagreni (fræðiheiti: Picea sitchensis) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær um 50-70 metra hæð (hæsta tré hefur þó náð 97 metrum) og 5 metra stofnþvermáli og er stórvaxnasta tegund grenitrjáa. Það er ein fárra tegunda sem ná yfir 90 m. hæð.[2] Sitkagreni er langlíft og nær allt að 700 ára aldri.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Thumb
Barr og köngull.

Sitkagreni er upprunnið á vesturströnd Norður-Ameríku og vex nálægt sjó frá Kodiakeyju í Alaska í norðri suður til norðanverðrar Kaliforníu. Sitkagreni hefur þó verið plantað víða um heim í nytjaskógrækt, einkum í Evrópu.

Remove ads

Nytjar

Sitkagreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Viður þess er sérlega gagnlegur við gerð strengjahljóðfæra. Tréð vex hratt og er harðgert og er þess vegna vel metið í skógrækt við erfið skilyrði.

Sitkagreni á Íslandi

Sitkagreni var fyrst flutt inn frá Danmörku á árunum 1920-1930 og nokkru síðar frá Noregi. Í seinni heimstyrjöld fengust fræ frá Alaska þegar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, myndaði sambönd þar.

Í aprílhretinu 1963 þegar hitinn hrapaði úr 12 C° í -8 C° á sex klukkustundum urðu skemmdir á Alaska strandafbrigði sitkagrenis mun minni en á skyldum tegundum.

Hæstu og sverustu tré á Íslandi eru oftast tré af tegund sitkagrenis. Sumarið 2022 mældist hæsta tréð á Kirkjubæjarklaustri yfir 30 metrum. [3]

Sitkagreni er eitt algengasta skógræktartré á Íslandi. [4]. Árin 2002 og 2022 voru sitkagreni valin tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.

Remove ads

Tengt efni

Tenglar

Heimild

  • Auður I. Ottesen (ritstj.) (2006). Barrtré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn. ISBN 9979-9784-0-6.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads