Pinus ayacahuite

From Wikipedia, the free encyclopedia

Pinus ayacahuite
Remove ads

Pinus ayacahuite[3][4] er fura ættuð frá fjöllum suður Mexíkó og vestur Mið-Ameríku, í Sierra Madre del Sur og austurenda Eje Volcánico Transversal, milli 14° og 21° breiddargráðu í mexíkósku ríkjunum Guerrero, Oaxaca, Puebla, Veracruz og Chiapas, og í Gvatemala, El Salvador og Hondúras. Hún vex á tiltölulega rökum svæðum með sumarrigningum, hins vegar er hún syðst og austast á mjög rökum svæðum – hún þarfnast sólar og jarðvegs með góðu afrennsli. Meðalhitinn þar sveiflast frá 19 til 10 °C á ári. Það hefur hins vegar þolað að hitinn fari niður í -30 °C í Skotlandi og Pennsylvaníu.

Thumb
Köngull
Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Lýsing

Pinus ayacahuite er stórt tré, og nær oft 30 til 45 m hæð og einstaka sinnum 50 m hæð. Barrnálarnar eru 5 saman með skammæu blaðslíðri. Þær eru fínsagtenntar, 9–16 sm langar. Könglarnir eru langir og grannir, 15–40 sm langir og 4–6 sm breiðir (lokaðir), opnir eru þeir 6–10 sm breiðir; köngulskeljarnar eru þunnar og sveigjanlegar. Fræin eru smá, 6–8 mm löng, og eru með langan og grannan væng, 18–25 mm langan.

Thumb
Könglar
Thumb
Barr

Hún er í meðallagi næm fyrir ryðsveppinum (Cronartium ribicola), en hefur í ræktun reynst minna næm en aðrar amerískar "hvítfurur" (í deildinni Quinquefoliae) (sjá t.d. hvítfuru og sykurfuru).

Remove ads

Undirtegundir

Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[5]

  • Pinus ayacahuite var. ayacahuite Ehrenb.
  • P. ayacahuite var. veitchii (Roezl) Shaw
  • P. ayacahuite var. brachyptera Shaw (endurflokkuð sem Pinus strobiformis Engelm.)

Litningatalan er 2n = 24.[6]

Tilvísanir

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads