Pinus clausa
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Pinus clausa er tegund af furu einlend í suðvestur Bandaríkjunum.[1][2]
Remove ads
Útbreiðsla
Tegundin finnst á tvemur aðskildum svæðum, annað er þvert yfir Flórídaskaga, og hitt er í vestur Flórída að strönd Alabama. Það eru 200 km á milli svæðanna (frá Apalachicola til Cedar Key).
Hún er að mestu einangruð við ófrjóan jarðveg, verulega gegndræpum og sendnum, þar sem samkeppni frá hávaxnari tegundum takmarkast vegna erfiðra skilyrða; heit sólin, mjög þurrir hvítir sandar, og algengir árstíðabundnir þurrkar.
Remove ads
Lýsing
Pinus clausa er lágvaxið, oft runnkennt tré, frá 5 til 10 m hátt, einstaka sinnum að 21 m.
Barrnálarnar eru tvær saman, 5 til 10 sm langar, og könglarnir eru 3 til 8 sm langir.[3]
Yfir mestan hluta svæðis hennar, er hún aðlöguð villieldum, haldast könglarnir lokaðir í mörg ár (clausa = lokað), þangað til skógareldar drepa fullvaxin tré og opna könglana. Þeir sá þá í nýsviðinn jarðveginn. Sumir stofnar tegundarinnar opna könglana við þroska svo dreifing er ekki háð skógarbruna.[4]
Remove ads
Nytjar
Pinus clausa skógar eru mikilvægur hluti Flórída-runnabúsvæða. Þetta er ein af fáum tegundum skjóltrjáa sem getur vaxið í þurrum, sendnum og heitum svæðum án aðstoðar.
Þrátt fyrir að þéttar greinarnar geri tegundina óhæfa í timburframleiðslu, þá er hún oft nýtt í viðarmassa.
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads