Pinus dalatensis
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Pinus dalatensis[2][1] er furutegund einlend í Indókína. Í Víetnam vex hún í fjöllum mið og mið-suður hlutalandsins í 1400 til 2300 m. hæð.[3][4] Nýlega staðfest frá Laos, er stofn staðsettur í Nakai-Nam Theun Biodiversity Conservation Area sem er stærsti, láglendasti, og norðlægasti stofn sem er þekktur af P. dalatensis.[5]
Remove ads
Lýsing
Pinus dalatensis er meðalstórt sígrænt tré sem verður að 30 til 40m. hátt. Nálarnar eru 5 saman í knippi með einæru slíðri. Barrnálarnar eru fínsagtenntar, og (3-)5–14 sm langar.
Könglarnir eru grannir, 6 til 23 sm langir og 2 til 4 sm breiðir (lokaðir), og opnir eru þeir 3 til 9 sm breiðir; köngulskeljarnar eru þunnar og sveigjanlegar. Fræin eru lítil, 6 til 8 mm löng, og eru með langan grannan væng, 18 til 25 mm langan. Hún er skyldust himalajafuru (Pinus wallichiana) frá Himalajafjöllum.[3][4]
Undirtegundir
Henni er skift upp í tvær undirtegundir:[3]
- Pinus dalatensis subsp. dalatensis. Da Lat svæðið, milli 11°50'N and 12°30'N. Könglar 6–17 sm langir.
- Pinus dalatensis subsp. procera Businský. Mið-Víetnam, milli 15°00'N and 16°20'N. Könglar 13–23 sm langir.
Remove ads
Tilvísanir
Viðbótarlesning
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads