Pinus devoniana

From Wikipedia, the free encyclopedia

Pinus devoniana
Remove ads

Pinus devoniana er meðalstór fura sem vex í Mexíkó þar sem hún finnst í meira en 15 ríkjum - frá suður Sinaloa til Chiapas - og í Guatemala 900 til 2500 m hæð.[2]

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Lýsing

Pinus devoniana verður 20 til 30 m. há, með stofnþvermál að 80–100 sm. Börkurinn er dökk rauð- til grá- brúnn.[3] Barrnálarnar eru mjög langar, 25 til 40 sm, 5 saman í búnti. Könglarnir eru á stuttum stilk, eru yfirleitt stórir og sveigðir, 15 til 35 sm langir og 8 til 15 sm opnir.[4] Fræin eru 6 til 8 mm löng með 18 til 35 mm löngum væng.[3]

Pinus devoniana er náskyld Pinus montezumae.[5] Það er stundum erfitt að greina tegundirnar að og blendingar geta líklega myndast á milli þeirra. Könglarnir eru sérstaklega breytilegir. Almennt er barrið og könglarnir stærri á Pinus devoniana.[6] Skyldleiki tegundanna er það mikill að þær gætu verið tvö afbrigði sömu tegundar, og þá væri nafnið P. montezumae var macrophylla.[3]

Remove ads

Tilvísanir

Heimildir og viðbótarefni

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads