Pinus durangensis
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Pinus durangensis er fura sem er einlend í Sierra Madre Occidental fjallgarðinum í norðvestur Mexíkó.
Remove ads
Útbreiðsla
Hún finnst frá Chihuahua og Sonora, suður um Durango og Jalisco, til Michoacán. Hún vex í 1500 til 2800m hæð.
Lýsing
Pinus durangensis verður 25 til 40 m há, með stofnþvermál að 1m, og breiða og ávala krónu. Börkurinn er þykkur, dökk grábrúnn og hreistraður ogsprunginn.
Barrnálarnar eru dökkgrænar, 5 til 8 í búnti (hún er með flestar nálar að jafnaði í ættkvíslinni, en nálarnar eru færri eftir því sem er norðar í útbreiðslusvæðinu), 14–24 sm langar og 0,7 til 1,1 mm breiðar, stífar, varanlegt nálaslíðrið 1,5–3 sm langt.[2]
Könglarnir eru egglaga, 5 - 9 sm langir, grænir í fyrstu, opnast við þroska að vori 5 til 6 sm breiðir en fella ekki fræin í 1 til 2 ár. Fræin eru 5 til 7 mm löng með 12 til 17 mm langan væng. Frjóvgun er síðla vors, og könglarnir ná fullum þroska 20 til 22 mánuðum síðar. Þeir eru fölgulir í fyrstu en dökkna með tímanum.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
