Pinus hwangshanensis

From Wikipedia, the free encyclopedia

Pinus hwangshanensis
Remove ads

Pinus hwangshanensis[2] er fura sem er einlend í fjöllum austur Kína, í héruðunum Anhui, Fujian, Guizhou, Hubei, Hunan, Jiangxi og Zhejiang. Hún er nefnd eftir Huangshan-fjöllunum í Anhui, þaðan sem henni var fyrst lýst.

Thumb
Pinus hwangshanensis á Lushan-fjalli, Jiangxi
Thumb
Pinus hwangshanensis á Huangshan-fjalli, Anhui
Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Lýsing

Pinus hwangshanensis er sígrænt tré sem verður um 15 til 25 m hátt, með mjög breiðri krónu með flötum toppi, með löngum láréttum greinum. Börkurinn er þykkur, gráleitur, og hreistraður. Barrið er dökkgrænt, tvö saman, 5 til 8 sm langt og 0,8–1 mm breitt. Könglarnir eru breiðegglaga, 4–6,5 cm langir, gulbrúnir, opnast við þroska síðla vetrar og verða 5 til 7 sm breiðiro. Fræin eru vængjuð, 5–6 mm löng með 1,5–2,5 sm væng. Frjóvgun er að miðju vori, og verða könglarnir fullþroska 18 til 20 mánuðum síðar. Hún er náskyld Niðfuru (P. thunbergii), og er munurinn í grennri nálum, brúnum (ekki hvítum) brumum og breiðari könglum.

Hún vex yfirleitt í 500 til 2.500 m. hæð á bröttum, grýttum hlíðum og klettum, og er oft myndefni í hefðbundnum kínverskum málverkum

Thumb
Málverk frá Hangzhou eftur Ma Lin árið 1246.

Litningatalan er 2n = 24.[3]

Remove ads

Tilvísanir

Viðbótarlesning

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads