Pinus oocarpa

From Wikipedia, the free encyclopedia

Pinus oocarpa
Remove ads

Pinus oocarpa er furutegund ættuð frá Mexíkó og Mið-Ameríku. Hún er þjóðartré Hondúras, þar sem hún er þekkt sem ocote, eða ocote chino,[3] pino amarillo, pino avellano. Svo virðist sem hún er formóðir nokkurra annarra tegunda í Mexíkó.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Búsvæði og útbreiðsla

Þessi tegund vex frá 14° til 29° N, þar á meðal í vestur Mexíkó, Gvatemala og hærra til fjalla í Hondúras, El Salvador og norðvestur Níkaragva. Meðal hitastig þar sem hún vex er frá 15 til 24°C og ársúrkoma er 1000 til 1900 mm er nauðsynleg til að ná fullum þroska. Hún vex helst í 900 til 2400 m hæð. Pinus oocarpa var. trifoliata vex á milli 2000 og 2400 m hæð.

Nytjar

Pinus oocarpa er mikilvæg uppspretta timburs í Hondúras og Mið-Ameríku.Hún var flutt inn til iðnaðarræktunar á timbri fyrir pappírsframleiðslu í Ekvador, Keníu, Sambíu, Kólumbíu, Bólivíu, Queensland (Ástralíu), Brasilíu og Suður-Afríku. Vegna magns viðarkvoðu í trénu kjósa margir í Mið-Ameríku að nota spæni úr því í uppkveikju.

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads