Hjálmfura
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hjálmfura (fræðiheiti: Pinus pinea)[2] er furutegund sem er ættuð frá Miðjarðarhafssvæðinu[3][4] í Suður-Evrópu, Ísrael, Líbanon og Sýrlandi. Hún er einnig ílend í Norður-Afríku, Kanaríeyjum, Suður-Afríku og Nýja Suður-Wales. Hjálmfura hefur verið mikið ræktuð í að minnsta kosti 6.000 ár vegna ætra hnetna, sem hafa verið verslunarvara síðan sögur hófust. Tegundin hefur verið ræktuð á Miðjarðarhafssvæðinu svo lengi að mörk upprunastaðar og ræktunarsvæðis (þar sem hún er ílend) eru engan veginn greinanleg.
Remove ads
Pestir
Innflutta sníkjudýrið Leptoglossus occidentalis var af slysni flutt til Ítalíu um 1990 frá vestur Bandaríkjunum, og hefur breiðst út um Evrópu sem alvarlegt meindýr síðan. Það sýgur safann úr könglunum út ævina, og veldur það vanvexti eða skorpnun fræjanna. Það hefur eyðilagt nytjar á furuhnetum í Ítalíu og ógnar P. pinea í náttúrulegum búsvæðum þar.[5][6]
Myndasafn
- Hjálmfura: ungt tré (vinstri) að fullorðnu tré (hægri)
- Hjálmfura: nærmynd af berki
- Trén eru einkennandi fyrir Róm og sögulegar götur hennar, svo sem Via dei Fori Imperiali
- Mjög gömul fura í Fluminimaggiore á Sardiníu
- Furur í Tudela de Duero á Spáni
- Hjálmfurur meðfram Via Appia nálægt Róm
- Hjálmfurur í Vestur-Akaía í Grikklandi
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads