Pinus taeda

From Wikipedia, the free encyclopedia

Pinus taeda
Remove ads

Pinus taeda er furutegund sem er ættuð frá Suðaustur-Bandaríkjunum, frá mið Texas austur til Flórída, og norður til Delaware og suður-New Jersey.[2][3] Vegna timbursins er hún talin eitt efnahagslega mikilvægasta trjátegundin í suðaustur-Bandaríkjunum.[4][5][6]

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Remove ads

Lýsing

Thumb
Karlkönglar og barr

Pinus taeda getur orðið 30 til 35 m há með þvermál um 0,4 til 1,5 m. Einstaka tré geta orðið 50 m há. Barrnálarnar eru 3 saman í búnti, stundum undnar, og eru 12 til 22 sm langar. Þær haldast yfirleitt í tvö ár áður en þær falla, flestar að hausti og vetri á öðru ári. Óþroskaðir könglarnir eru grænir, og verða fölbrúnir við þroska, 7 til 13 sm langir og 2,3 sm breiðir lokaðir, en 4,6 sm breiðir við opnun, hver köngulskel með hvössum gaddi (3-6mm langur).[2][7] Börkurinn er rauðbrúnn og hreistraður.

Hæsta þekkta furan er 51,4 m há, og sú stærsta að rúmmáli er 42m3, eru í Congaree National Park.[8]

Thumb
Börkur á fullvöxnu tré
Remove ads

Sjá einnig

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads