Niðfura
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Niðfura (fræðiheiti: Pinus thunbergii[3][4]) er furutegund ættuð frá strandsvæðum Japan (Kyūshū, Shikoku og Honshū) og Suður Kórea.[5]
Remove ads
Lýsing
Niðfura getur náð 40 m hæð og 2m í þvermál, en nær því sjaldan nema á náttúrulegu útbreiðslusvæði sínu. Nálarnar eru tvær saman með hvíta hulsu neðan til, 7–12 sm langar, oftast undnar og dökkgrænar; Könglarnir eru 4 til 7 sm langir, með smáum göddum á enda hreisturskeljanna, þroskast á tvemur árum. Karlkönglarnir eru 1 til 2 sm langir, 12 til 20 saman á enda nývaxtar að vori. Börkurinn er grár á ungum trjám og minni greinum, en verður svartur og og skeljaður með aldri á stærri greinum og stofni; verður mjög þykkur á eldri stofnum.
Litningatalan er 2n = 24.[6]
Remove ads
Vistfræði
Ín Norður Ameríku er lifun þess lítil vegna innfædds þráðorms: Bursaphelenchus xylophilus, sem er dreift af bjöllum. Í kjölfarið kemur sveppasýking sem dregur tréð fljótt til dauða. Þessi þráðormur er nú einnig kominn til Japans og ógnar tegundinni í heimkynnum hennar.
Nytjar
Vegna þols gegn mengun og salti hefur niðfura verið vinsæl í ræktun. Í Japan er það víða notað í görðum, bæði klippt til sem "Niwaki" (formað), og sem fullvaxið óklippt tré. Þetta er sígild bonsai tegund. Hún getur þrifist í mið Evrópu en er sjaldan notuð vegna hægs vaxtar og að hún þolir ekki blautan snjó.[7]
Flokkun
Fyrst var tegundinni lýst af Filippo Parlatore 1868.[8]
Fræðiheitið thunbergii er til heiðurs sænska læknisins, grasafræðingsins og landkönnuðarins Carl Peter Thunberg (1743-1825), sem var nemi hjá Carl von Linnaeus, og dvaldi hann 1775-78 í Batavia og Japan. Hann ritaði fyrstu flóru Japans þar sem hann ranglega greindi tegundina sem skógarfuru (Pinus sylvestris).[9][10]
Blendingar
Niðfura myndar náttúrulega blendinga með rauðfuru (Pinus densiflora): Pinus × densithunbergii.[11][7] Hún myndar einnig blendinga með svartfuru (Pinus nigra), en ekki með skógarfuru (Pinus sylvestris). Blendingarnir með rauð og svartfuru vaxa hraðar að minnsta kosti fyrstu árin en foreldrategundirnar.[10]
Remove ads
Myndir
- Lítið, tilklippt tré í Ichikawa, Chiba
- Nærmynd af bol í Enoshima
- Pinus thunbergii var. Thunderhead
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads