Silfurösp
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Silfurösp, Populus alba,[1][2]er tegund af ösp. Hún vex frá Marokkó og Íberíuskaga um mið Evrópu (norður til Þýskalands og Póllands) til mið Asíu. Hún vex á rökum svæðum, oft við vötn eða ár, á svæðum með heitum sumrum og köldum til mildum vetrum.[3][4]
Remove ads
Lýsing
Þetta er meðalstórt tré, um 16 til 27 metra hátt (sjaldan meira), með stofn að 2 metrum í þvermál og breiða ávala krónu. Börkurinn er sléttur og græn-hvítur með einkennandi dökkum, demantslaga blettum á ungum trjám, og verður svartleitur og sprunginn á eldri trjám.[4][5]




Blendingar

Silfurösp blandast við skylda tegund; blæösp Populus tremula; blendingurinn er þekktur sem gráösp (Populus × canescens), og er milli foreldranna í útliti. Flestar gráaspir í ræktun eru karlkyns, en kventré koma fyrir í náttúrinni og er stundum fjölgað.[4]
Ræktun og nytjar

Vegna saltþols hennar er henni oft plantað til að festa sandöldur við strendur.[6] Viðurinn er mjúkur, og er notaður í sellúlósa og í ódýr box. Meirihluti ræktaðra Silfuraspa í Norður-Evrópu eru kvenkyns.[5]
Keilulaga afbrigði frá Túrkestan, Populus alba 'Pyramidalis' (Bolle's Poplar; syn. Populus bolleana) er stundum notaður í almenningsgörðum.[4]
Ytri tenglar
- Leaf and bark photos
- Tree identification Geymt 21 desember 2016 í Wayback Machine
- Images, diseases, galls and fungi on treetrees.com
- Populus alba - information, genetic conservation units and related resources. European Forest Genetic Resources Programme (EUFORGEN)
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads