Fellalykill
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fellalykill (fræðiheiti Primula alpicola[1]) er blóm af ættkvísl lykla. Honum var fyrst safnað 1926 af Frank Kingdon-Ward og var lýst sem afbrigði af Primula microdonta af William Wright Smith, en síðar skrásettur sem eigin tegund af Otto Stapf.
Remove ads
Lýsing
Hann verður 15 - 50 sm (sjaldan að 1m) með mörgum bjöllulaga blómum. Blómin geta verið í ýmsum litum; hvít, gul og ýmsum fjólubláum litbrigðum. Þau eru stundum talin til afbrigða, svo sem; var violacea og var. luna, en ósamræmi er í nafngjöfunum. Sterkan og sætan ilm leggur af blómunum.
Útbreiðsla og búsvæði
Fellalykill er upprunninn frá Bútan og suðaustur Tíbet, þar sem hann vex í miklum mæli meðfram Tsangpo (efri hluti Brahmaputra) ásamt Friggjarlykli. Vaxtarsvæði þeirra liggja þó nær aldrei saman; Friggjarlykill kýs rakari jarðveg nær ám og Fellalykill vill þurrari svæði.
Ræktun
Þrífst mjög vel og auðveldur í ræktun. Blómstrar í júlí.[2]
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads