Puget-sund

From Wikipedia, the free encyclopedia

Puget-sund
Remove ads

Puget-sund (enska: Puget Sound) er sund sem gengur 160 km inn í land í norðvestur-Washingtonfylki Bandaríkjanna og hluti af Salish-hafi. Svæðið samanstendur einnig af árósum en jarðsögulega var það myndað af jöklum og framburði þeirra. Meðaldýpi Puget-sunds eru 140 metrar og er strandlengja þess 2144 km. Við sundið eru borgirnar Seattle, Olympia, Everett og Tacoma. Nafnið er tilkomið frá George Vancouver, flotaforingja sem nefndi það eftir liðsforingja sínum; Peter Puget. Vestur af sundinu er Ólympíuskagi og Ólympíufjöll.

Thumb
Puget-sund frá Space Needle-turninum í Seattle.
Thumb
Loftmynd.
Thumb
Kort.
Remove ads

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „Puget Sound“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. feb. 2017.

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads