Pylsa

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Pylsa eða pulsa[1][2] er langur og mjór himnubelgur sem er fylltur af elduðu, söltuðu og/eða reyktu kjötfarsi.[3]

Pylsa í brauði

Pylsan er oft reidd fram í aflöngu brauði (pylsubrauði) sem er af svipaðri lengd og pylsan sjálf.

Thumb
Pylsa með öllu

„Pylsa með öllu“,[4] stundum kölluð „þjóðarréttur Íslendinga“,[5][6] er pylsa í brauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum og hráum lauk.[7]

Þann 20. nóvember 2004 var í Kringlunni sett heimsmet „lengsta pylsa í brauði“.[8][9][7] Pylsan var 11,92 metrar.[10] Þetta heimsmet var staðfest í september 2005 af Heimsmetabók Guinness.[11] Raunar tók staðfestingin svo langan tíma að í millitíðinni var heimsmetið slegið tvisvar: 15. júlí 2005 (15,42 m) og 14. ágúst 2005 (17,5 m)(en).

Samkvæmt tveimur könnum 2018 og 2025 er algengara að Íslendingar segja „pylsa“ en „pulsa“.[12][3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads