Röddun
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Í hljóðfræði á röddun við titringinn sem myndast við endurtekna lokun og opnun raddglufunnar. Talhljóð geta verið annaðhvort rödduð eða órödduð en þetta fer eftir hvort raddglufan titrar. Munurinn á rödduðu og órödduðu hljóði má sjá í samhljóðunum [ð] (eins og í maður) og [θ] (eins og í þorp). Ef fingurnir eru settir á barkakýlið má finna titring þegar [ð] er mælt, en ekki þegar [θ] er mælt.
Röddun er eiginleiki sem einkennir málhljóð ásamt myndunarhætti og myndunarstað.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads