RGB

From Wikipedia, the free encyclopedia

RGB
Remove ads

RGB (af heiti frumlita kerfisins: rauður, grænn, blár) er viðlægt litakerfi þar sem litrófið er framkallað með blöndun á rauðu, grænu og bláu ljósi. RGB-litakerfið er aðallega notað við framsetningu lita í raftækjum eins og skjám, stafrænum myndavélum og skönnum en þrílitaskyn augans var vel þekkt löngu fyrir tíma raftækja.

Thumb
Mynd sem sýnir blöndun lita í RGB-litakerfi

Í RGB-litakerfinu er litleysan svartur (alger skortur á ljósi) en hæsta gildi allra lita myndar hvítan. Þessu er öfugt farið í frádrægum litakerfum eins og þeim sem litprentari notar þar sem hvítur er flöturinn sem prentað er á og því litleysa en svartur verður til við blöndun allra frumlitanna.

RGB er tækjaháð litakerfi. Ólík tæki sýna sama RGB-gildið á ólíkan hátt þar sem munur er á litum og litanæmi þeirra. Eina leiðin til að fá sambærilega framsetningu RGB-gilda milli ólíkra tækja er að nota einhvers konar litastjórnun.

Remove ads

Tengt efni

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads