Rafmynt

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Rafmynt eða dulmynt er stafrænn gjaldmiðill sem þróaður hefur verið til greiðslumiðlunar og viðskipta á netinu. Rafmyntir eru ekki miðstýrðar þar sem haldið er utan um rafmyntareign og færslur með bálkakeðjum (stafrænni höfuðbók) sem eru varðar með sterkri dulkóðun.

Orðið rafmynt á almennt við um dreifstýrðar rafmyntir eins og Bitcoin þar sem enginn miðlægur gagnagrunnur er til. Þess í stað sammælast mismunandi tölvur um hver eigi hvaða pening til dæmis með því að keppast við að leysa tímafrekar stærðfræðiformúlur. Eftir á er hægt er að sanna hver sé réttmætur eigandi vegna þess að dulkóðun er notuð.[1] Önnur dæmi um stafræna gjaldmiðla eru sýndarmyntir sem eru notaðar í tölvuleikjum á við Eve Online og stafræna gjaldmiðla seðlabanka sem eru geymdir í gagnagrunni, frekar en sem efnislegir seðlar eða myntir.[2][3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads