Rob Morrow
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Robert Alan Morrow (fæddur 21. september 1962) er bandarískur leikari best þekktur sem FBI alríkisfulltrúinn Don Eppes í Numb3rs og sem Dr. Joel Fleischman í Northern Exposure.
Remove ads
Einkalíf
Morrow er fæddur í New Rochelle í New York og er af gyðingaættum. [1]
Morrow giftist leikkonunni Debbon Ayer árið 1998 og saman eiga þau eina dóttur.
Rob situr í nefnd Project ALS, sem styður rannsóknir á taugavöðva sjúkdómnum ALS (oft nefndur Lou Gehrig's sjúkdómurinn), til þess að finna lækningu á honum.
Ferill
Leikhús
Rob, sem er upprunalega frá New York, byrjaði leikhús feril sinn með því að vinna fyrir Tom O'Horgan og Norman Mailer. Síðan þá hefur hann skuldbundið sig sem meðlimur að Naked Angels, ásamt Marisa Tomei, Fisher Stevens, Ron Rifkin og Nancy Travis, á meðal annarra. Hefur hann komið fram í „Third Street“, við Circle Repertory Theatre og London's West End framleiðsluna af „Birdy“.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Morrow var árið 1985 í Fame. Kom hann síðan fram í þættum á borð við Everything´s Relative, Monstes og Saturday Night Live. Árið 1990 þá var Morrov boðið hlutverk Joel Fleischman í vinnings sjónvarpsþættinum Northern Exposure sem hann lék til ársins 1995. Árið 2002, þá lék hann Kevin Hunter í sjónvarpsseríunni Street Time. Árið 2005 þá var Morrow boðið aðalhlutverkið í Numb3rs, þar sem hann lék FBI alríkisfulltrúann Don Eppes til ársins 2010.
Þann 8. mars 2010, þá var tilkynnt að Morrow myndi leika aðalhlutverkið í nýrri lögfræðiseríu The Whole Truth sem er framleidd af Jerry Bruckheimer, en framleiðslu var hætt eftir aðeins tíu þætti.[2]
Morrow hefur leikstýrt þáttum á borð við, Oz (1997), Street Time (2002), Joan of Arcadia (2003) og Numb3rs (2005).
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Morrow var árið 1985 í Private Resort. Eftir það þá lék hann í Quiz Show, sem Richard N. Goodwin, rannsóknarmann þingsins til þess að koma upp um spillinguna á bakvið 1950s spurningakeppnis skandalinn og lék síðan bróðir íþróttaumboðsmannsins leikinn af Albert Brooks í Mother. Á einum tímapunkti þá átti hann að leika í The Island of Dr. Moreau frá 1996, en datt út á endanum og var skipt út fyrir David Thewlis. Árið 2000, þá leikstýrði hann og lék í myndinni Maze, um listamann með Tourette sjúkdóminn.
Fyrsta myndin sem Rob leikstýrði var The Silent Alarm (1993) sem var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Seattle árið 1993 og var sýnd í Hamptons, Boston, Edinborg, og Sundance Kvikmyndahátíðinni, ásamt því að koma fram á sjónvarpsstöðinni Bravo.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Leikstjóri
- Numb3rs
- Joan of Arcadia
- Street Time
- Oz
- Maze
- The Silent Alarm
Framleiðandi/Handritshöfundur
- Barely Legal (með Hilary Duff) Geymt 20 febrúar 2009 í Wayback Machine
- Maze
Leikhús
|
|
Verðlaun og tilnefningar
AFI Fest
- 2000: New Direction verðlaunin - Special Mention fyrir Maze
Cinequest San Jose kvikmyndahátíðin
- 2001: Audience Favorite Choice verðlaunin - Honorable Mention fyrir Maze
Emmy verðlaunin
- 1993: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Northern Exposure
- 1992: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Northern Exposure
Ft. Lauderdale Alþjóðlega kvikmyndahátíðin
- 2000: President verðlaunin - Spirit Independents
Golden Globe verðlaunin
- 1994: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Northern Exposure
- 1993: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Northern Exposure
- 1992: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Northern Exposure
Newport Beach kvikmyndahátíðin
- 2001: Verðlaun sem besti leikstjóri fyrir Maze
- 2001: Verðlaun fyrir besta handritið fyrir Maze
Screen Actors Guild verðlaunin
- 1995: Tilnefndur sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Northern Exposure
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads