Robert Joy
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Robert Joy (fæddur 17. ágúst 1951) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í CSI: NY sem réttarlæknirinn Sid Hammerback.
Einkalíf
Joy fæddist í Montréal, Québec í Kanada og ólst upp í St.John's, Nýfundnalandi. Hann stundaði nám við Corpus Christi College í Oxford á Rhodesstyrk og við Memorial-háskólann á Nýfundnalandi.
Joy hefur hlotið Honorable Drama-Logue Critic-verðlaunin.
Joy er einn af upprunalegum meðlimum leikhópsins Newfoundland Theatre Troupe Codco.
Ferill
Fyrsta hlutverk Joy var árið 1974 í kvikmyndinni Cod on a Stick og í framhaldsmyndinni The National Dream: Building the Impossible Railway. Hann hefur síðan þá komið fram í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Joy lék kærasta Madonnu í kvikmyndinni Desperately Seeking Susan 1985. Árið 2005 varð honum boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum CSI: NY sem réttarlæknirinn Sid Hammerback og hann hefur síðan þá verið einn af aðalleikurunum. Hann hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: Radio Days, Waterworld, Fallen, Resurrection og It´s a Boy Girl Thing. Joy hefur verið gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við Miami Vice, The First Circle, Wings, Nash Bridges, Crossing Jordan og Boston Legal.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Leikrit
- 1993-1994: Abe Lincoln in Illinois sem Joshua Speed
- 1992: Shimada sem Clive Beaumont /Mark Beaumont
- 1987-1988: The Nerd sem Rick Steadman
- 1985-1986: Hay Fever sem Simon Bliss
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads