Roblox
2006 tölvuleikur From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Roblox er vettvangur fyrir leikjagerð og fjölnotendanetleiki sem gerir notendum kleift að hanna eigin leiki og spila leiki sem aðrir notendur hafa hannað. Vettvangurinn var stofnaður árið 2004 af David Baszucki og Erik Cassel, en honum var formlega hleypt af stokkunum árið 2006. Í febrúar 2025 hafði vettvangurinn 85,3 milljón virka notendur á dag að meðaltali.[1] Samkvæmt fyrirtækinu er helmingur allra bandarískra barna yngri en 16 ára meðal mánaðarlegs notendahóps þeirra.[2]
Roblox hýsir milljónir leikja (er kallast upplifanir, e. experiences) sem notendur hafa hannað. Þeir eru hannaðir með sérsmíðaðri útgáfu af forritunarmálinu Lua og leikjavélinni Roblox Studio. Vettvangurinn er í sjálfu sér ókeypis en hægt er að kaupa vörur innanleikjar í formi sýndargjaldmiðilsins Robux. Leikjahönnuðir geta sjálfir hannað vörurnar sem kosta Robux. Þar að auki er til stórt sýndarhagkerfi sem byggist á Robux-gjaldmiðlinum og slíkum vörum. Hönnuðir geta skipt Robux sem þeir hafa aflað fyrir raunverulegan gjaldmiðil með því að notfæra sér þjónustu er kallast „Developer Exchange“. Einnig hefur Roblox verið notaður til þess að halda ímyndaða tónleika, viðburði og auglýsingaherferðir.
Roblox hóf starfsemi sína í litlum mæli, bæði hvað varðar notendafjölda og umfang fyrirtækisins, en tók að vaxa ört á seinni hluta ársins 2010. Kórónuveirufaraldurinn hraðaði þessari þróun enn frekar. Árið 2020 höfðu yfir 5.000 leikir á Roblox verið spilaðir yfir milljón sinnum, og yfir 20 leikir höfðu verið spilaðir meira en milljarð sinnum. Þótt gagnrýnendur hafi gefið Roblox jákvæða dóma hefur vettvangurinn mætt mikilli gagnrýni fyrir ritskoðun sína, sem hefur leitt til mikils magns af kynferðislegu efni eða pólitísku öfgaefni á vettvanginum. Einnig hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir meinta hámarksnýtingu barna og örmillifærslna (e. microtransactions) í ábataskyni. Roblox hefur verið takmarkaður eða bannaður í nokkrum löndum, þar á meðal í Kína, Tyrklandi og Jórdaníu.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads