Rodrigo Paz Pereira
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Rodrigo Paz Pereira (f. 22. september 1967) er bólivískur stjórnmálamaður sem hefur verið 68. forseti Bólivíu frá árinu 2025.[1] Hann er elsti sonur fyrrum forseta landsins, Jaime Paz Zamora, og sat á öldungadeild bólivíska þingsins fyrir kjördæmi í Tarija frá 2020 til 2025. Hann var jafnframt borgarstjóri Tarija frá 2015 til 2020 og þingmaður á fulltrúadeild þingsins 2002 til 2010 fyrir stjórnmálaflokk föður síns, Byltingarsinnuðu vinstrihreyfinguna (MIR).
Rodrigo Paz Pereira fæddist á Spáni á meðan foreldrar hans voru í útlegð frá Bólivíu. Hann útskrifaðist frá Bandaríska háskólanum í Washington og gegndi ýmsum embættun í utanríkisþjónustunni í forsetatíð Hugo Banzer. Hann var kjörinn á neðri deild bólivíska þingsins í fyrsta sinn fyrir flokk föður síns í þingkosningum Bólivíu árið 2002 og sat á þingi til ársins 2010. Eftir að Byltingarsinnaða vinstrihreyfingin var leyst upp hóf Paz þátttöku í sveitarstjórnarmálum í Tarija og var þar forseti borgarstjórnar frá 2010 til 2015 og borgarstjóri Tarija frá 2015 til 2020. Árið 2020 var hann kjörinn á efri deild bólivíska þingsins fyrir kosningalista Borgaralegs samfélags fyrir kjördæmi í Tarija.
Paz bauð sig fram í forsetakosningum Bólivíu árið 2025 fyrir Kristilega demókrataflokkinn með lögreglumanninn Edmand Lara sem varaforsetaefni sitt. Hann sigraði fyrrum forsetann Jorge Quiroga í seinni umferð kosninganna.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
