Rodrigo Paz Pereira

From Wikipedia, the free encyclopedia

Rodrigo Paz Pereira
Remove ads

Rodrigo Paz Pereira (f. 22. september 1967) er bólivískur stjórnmálamaður sem hefur verið 68. forseti Bólivíu frá árinu 2025.[1] Hann er elsti sonur fyrrum forseta landsins, Jaime Paz Zamora, og sat á öldungadeild bólivíska þingsins fyrir kjördæmi í Tarija frá 2020 til 2025. Hann var jafnframt borgarstjóri Tarija frá 2015 til 2020 og þingmaður á fulltrúadeild þingsins 2002 til 2010 fyrir stjórnmálaflokk föður síns, Byltingarsinnuðu vinstrihreyfinguna (MIR).

Staðreyndir strax Forseti Bólivíu, Varaforseti ...

Rodrigo Paz Pereira fæddist á Spáni á meðan foreldrar hans voru í útlegð frá Bólivíu. Hann útskrifaðist frá Bandaríska háskólanum í Washington og gegndi ýmsum embættun í utanríkisþjónustunni í forsetatíð Hugo Banzer. Hann var kjörinn á neðri deild bólivíska þingsins í fyrsta sinn fyrir flokk föður síns í þingkosningum Bólivíu árið 2002 og sat á þingi til ársins 2010. Eftir að Byltingarsinnaða vinstrihreyfingin var leyst upp hóf Paz þátttöku í sveitarstjórnarmálum í Tarija og var þar forseti borgarstjórnar frá 2010 til 2015 og borgarstjóri Tarija frá 2015 til 2020. Árið 2020 var hann kjörinn á efri deild bólivíska þingsins fyrir kosningalista Borgaralegs samfélags fyrir kjördæmi í Tarija.

Paz bauð sig fram í forsetakosningum Bólivíu árið 2025 fyrir Kristilega demókrataflokkinn með lögreglumanninn Edmand Lara sem varaforsetaefni sitt. Hann sigraði fyrrum forsetann Jorge Quiroga í seinni umferð kosninganna.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads