Sébastien Lecornu

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sébastien Lecornu
Remove ads

Sébastien Lecornu (f. 11. júní 1986) er franskur stjórnmálamaður sem hefur verið forsætisráðherra Frakklands frá 9. september 2025. Lecornu er hægrisinnaður og aðhyllist gaullískar og félagslega íhaldssamar stjórnmálaskoðanir.[1]

Staðreyndir strax Forsætisráðherra Frakklands, Forseti ...

Lecornu hefur verið ráðherra í öllum ríkisstjórnum Frakklands frá árinu 2017. Hann var varnarmálaráðherra í þrjú ár áður en hann varð forsætisráðherra og var yngsti varnarmálaráðherra í sögu Frakklands.[2]

Emmanuel Macron forseti skipaði Lecornu forsætisráðherra þann 9. september 2025 eftir að franska þingið lýsti yfir vantrausti á François Bayrou.[3] Lecornu tók við embætti í miðjum mótmælum gegn stefnu Macrons forseta. Hann lofaði því að vinna að „pólitískum og kerfislegum jöfnuði fyrir farsæld landsins“.[4]

Lecornu sagði af sér þann 6. október 2025, innan við mánuð frá því að hann var skipaður í embætti. Daginn áður hafði hann kynnt nýja ríkisstjórn sem var að mestu óbreytt frá stjórn Bayrou.[5] Næsta dag tilkynnti Lecornu afsögn sína og sagði skilyrði fyrir áframhaldandi setu sinni í embætti ekki fyrir hendi. Hann vísaði til þess að þingflokkar hefðu ekki verið reiðubúnir til að miðla málum milli ólíkra sjónarmiða.[6]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads