Sagnamennska

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sagnamennska
Remove ads

Sagnamennska er sú list að segja sögur, stundum með leikrænum tilburðum, spuna, leikmunum eða öðru skrauti. Í öllum mannlegum samfélögum eru til hefðir í kringum sagnamennsku, þjóðsögur og aðrar frásagnir. Tilgangurinn getur verið að skemmta, miðla hefðum og menningarlegum gildum, sem trúarleg athöfn eða til að uppfræða áheyrendur.

Thumb
Íranskur sagnamaður beitir leikrænum tilburðum.

Þegar talað er um sagnamennsku er yfirleitt átt við munnlega frásögn, en stundum í víðari merkingu um tækni sem skapar framvindu í frásögninni óháð miðlinum.

Víða um heim eru til samtök sagnafólks, sagnahátíðir og sérstök rými ætluð sagnamennsku. Alþjóðlegi sagnamennskudagurinn er haldinn hátíðlegur á vorjafndægri, um 20. mars ár hvert. Hann er upprunninn í Svíþjóð 1991.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads