Salat

From Wikipedia, the free encyclopedia

Salat
Remove ads

Salat (fræðiheiti: Lactuca sativa) er einær jurt sem er ræktuð sem grænmeti og venjulega borðuð hrá eða soðin í salöt og aðra rétti, til dæmis hamborgara. Stilkurinn skiptir sér þegar hann er enn mjög stuttur og myndar marga blómknúppa, svipað og fífill. Blöð af jöklasalati eða öðru stökku salati eru stundum notuð sem ílát eða undirlag fyrir ýmiss konar rétti, heita eða kalda, og borðuð með þeim.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Afbrigði

Til eru fjölmörg ólík afbrigði salats. Þau helstu eru höfuðsalat (þar á meðal jöklasalat eða iceberg), blaðsalat og romaine-salat.

Bataviasalat (fræðiheiti: Lactuca sativa var. capitata) er af ýmsum talið ein gerð jöklasalats, en af öðrum sem sérstakur flokkur innan höfuðsalats, mitt á milli smjörsalats (venjulegs höfuðsalats) og jöklasalats. Bataviasalat er tilkomið við æxlun á milli jöklasalats og smjörsalats. Blöð plantnanna líkjast blöðum jöklasalats að útliti og gerð, en eru þykkari, bylgjóttari og með dýpri skerðingar en blöð smjörsalats.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads