Sameinað Rússland

Rússneskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia

Sameinað Rússland
Remove ads

Sameinað Rússland (kyrillískt letur: Единая Россия; Jedínaja Rossíja) er rússneskur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn er sá stærsti í Rússlandi og telur til sín um þrjá fjórðu þingsætanna á rússnesku ríkisdúmunni. Sameinað Rússland hefur haft þingmeirihluta frá árinu 2007.

Staðreyndir strax Sameinað Rússland Единая Россия ...

Sameinað Rússland var stofnað í desember 2001 með samruna flokkanna Einingar og Föðurlandsins/Alls Rússlands.[4] Flokkurinn styður stefnumál Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sem er eiginlegur en óformlegur leiðtogi flokksins.[5]

Bestu kosningaúrslit Sameinaðs Rússlands voru í þingkosningum árið 2007, en þá fékk flokkurinn 64,4% atkvæðanna. Fylgi flokkurins dalaði niður í 49,32% árið 2011 en hann var áfram stærsti þingflokkurinn, á undan Kommúnistaflokki Rússlands, sem hlaut 19,19% atkvæða. Í kosningunum 2016 hlaut flokkurinn 54,2% atkvæða en Kommúnistaflokkurinn 13,3%.

Sameinað Rússland fylgir engri einsleitri hugmyndafræði en flokkurinn styður fjölbreyttan hóp stjórnmálamanna og embættismanna[6] sem styðja ríkisstjórn Pútíns.[7] Flokkurinn höfðar síður til hugmyndafræðilegra kjósenda[8] og því er gjarnan litið á Sameinað Rússland sem „breiðfylkingu“[9][10][11] eða „valdaflokk“.[12][13] Árið 2009 lýsti flokkurinn yfir að hugmyndafræði sín væri „rússnesk íhaldsstefna“.[14][15]

Sameinað Rússland hlaut um helming atkvæða í þingkosningum ársins 2021 samkvæmt opinberum talningum en talið er að kosningasvindl hafi verið útbreitt og hart var sótt að fjölmiðlum og stjórnarandstæðingum í aðdraganda þeirra.[16]

Remove ads

Ásakanir um spillingu

Stjórnarandstaðan hefur ítrekað sakað Sameinað Rússland um að standa fyrir kerfislægri spillingu og hefur gjarnan kallað það „flokk bófa og ræningja“ (rússneska: партия жуликов и воров; uppnefnið er upprunnið hjá aðgerðasinnanum Aleksej Navalnyj).[17] Í október 2011 birti Novaja Gazeta grein sem fjallaði um fólk sem hafði skrifað slagorðið „flokkur bófa og ræningja“ á peningaseðla í mótmælaskyni.[18]

Þann 24. nóvember 2011 sagði ríkisþingmaðurinn Aleksandr Khínshtejn, sem er meðlimur í Sameinuðu Rússlandi, í sjónvarpsumræðum á stöðinni Russia-1:

Sameinað Rússland virkar. Það gerir allt til að bæta lífsskilyrði í landinu okkar. Þeir tala við okkur um „flokk bófa og ræninga.“ Ég skal svara þeim. Það er betra að vera í „flokki bófa og ræningja“ en í „flokki morðingja, nauðgara og ruplara.“[19]
Remove ads

Gengi í kosningum

Forsetakosningar

Nánari upplýsingar Kosningar, Frambjóðandi ...
  1. Pútín hafnaði tilnefningu Sameinaðs Rússlands og var formlega óháður frambjóðandi.

Þingkosningar

Nánari upplýsingar Kosningar, Leiðtogi ...
  1. Miðað við sameinað fylgi Einingar og Föðurlandsins/Alls Rússlands í síðustu kosningum
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads