Samtök Napóleonsborga

From Wikipedia, the free encyclopedia

Samtök Napóleonsborga
Remove ads

Samtök Napoleonsborga (franska: Fédération Européenne des Cités Napoléoniennes) eru samtök ýmissa borga sem komu við sögu eða urðu fyrir áhrifum af tímanum frá Napoleon Bonaparte til Napoleons III.

Thumb
Napoleon Bonaparte

Saga

Samtökin voru stofnuð 24. maí 2004 til að minnast áhrifa Napoelons í Evrópu, sem og Napoleons III. Stofnborgir voru Ajaccio í Frakklandi, Balestino á Ítalíu, Dinard í Frakklandi, Jena í Þýskalandi, Île-d‘Aix í Frakklandi, La Roche-sur-Yon í Frakklandi, Pontivy í Frakklandi, Pultusk í Póllandi og Waterloo í Belgíu. Forseti samtakanna er sem stendur Charles Napoleon, sem er yfirmaður Napoleonættarinnar í dag. Tilgangur samtakanna er að varðveita menningararf Napoleons í Evrópu og hvetja til samstarfs á þeim vettvangi. Til dæmis eru haldnar ráðstefnur um málefið, gefnar eru út rit um Napoleonstímann, gerðar eru áætlanir um söfnun listaverka og skipulagningu ferðamennsku.

Remove ads

Meðlimaborgir

Eins og er eru rúmlega 60 borgir meðlimir í samtökunum og eru þær allar í Evrópu nema Alexandría (í Egyptalandi). Eftirfarandi listi meðlimaborga er í stafrófsröð og er frá 2012.

Nánari upplýsingar Borg, Land ...
Remove ads

Heimildir

Linkar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads