Samuel Pepys

From Wikipedia, the free encyclopedia

Samuel Pepys
Remove ads

Samuel Pepys (23. febrúar 163326. maí 1703) var enskur embættismaður í flotastjórninni og þingmaður sem er aðallega þekktur fyrir dagbók sem hann hélt í tæpan áratug, frá 1660 til 1669. Dagbókin er ein af merkustu heimildum sem til eru um Stúart-endurreisnina og lýsir persónulegri reynslu Pepys af stóratburðum eins og Lundúnaplágunni, öðru stríði Englands og Hollands og Lundúnabrunanum.

Thumb
Málverk af Samuel Pepys eftir John Hayls.

Pepys var af borgaralegum ættum í London en reis til metorða vegna stjórnunarhæfileika og dugnaðar. Hann varð aðalritari flotamálaráðuneytisins í valdatíð Karls 2. og Jakobs 2. þótt hann hefði enga reynslu af sjóhernaði. Hann átti stóran þátt í að auka atvinnumennsku innan Konunglega breska sjóhersins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads