Santa Fe (Nýju-Mexíkó)

höfuðborg Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia

Santa Fe (Nýju-Mexíkó)
Remove ads

Santa Fe er höfuðborg fylkisins Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Hún er fjórða stærsta borg fylkisins og höfuðstaður samnefndrar sýslu. Íbúar borgarinnar voru um 89.000 árið 2023.[1]

Staðreyndir strax Land, Fylki ...

Þar sem borgin stendur voru áður nokkur þorp púeblóindíána, stofnuð í kringum árið 1000. Santa Fe-áin rann þá allt árið um kring en er nú árstíðabundið vatnsfall. Héraðið var hluti af Nýja Spáni og landstjórinn Juan de Oñate stofnaði héraðið Santa Fé de Nuevo México árið 1598 með höfuðstað í San Juan de los Caballeros norðan við núverandi borg. Annar landstjóri Nýju Mexíkó, Pedro de Peralta, stofnaði núverandi borg árið 1610 og gerði hana að höfuðborg. Púeblóindíánar ráku Spánverja úr borginni í Púeblóuppreisninni 1680-92. Þegar Mexíkó fékk sjálfstæði var Santa Fe áfram fylkishöfuðborg og 1848 varð hún hluti af Bandaríkjunum ásamt allri Nýju-Mexíkó.

Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads