Serótónín

From Wikipedia, the free encyclopedia

Serótónín
Remove ads

Serótónín (einnig nefnt 5-hýdroxýtryptamín eða 5-HT) er katekólamíntaugaboðefni, stundum er líka litið á það sem hormón. Það er einna þekktast fyrir hlutverk sitt í vellíðan en hefur í raun margvíslega virkni. Serótónín mótar hugsun og minni og spilar mikilvægt hlutverk í meltingarfærum.[1]

Thumb
Serótónín hefur einn amínhóp.

Efnið finnst aðallega í þremur líffærum:

  • Í meltingarfærunum, þ.e. maga og smáþörmunum. 90% af serótóníni líkamans er í enterókrómaffínfrumum meltingarkerfisins. Serótónín stýrir þar þarmahreyfingum.
  • Í miðtaugakerfinu, þ.e. heilanum.
  • Í blóðflögum. Við blóðstorknun losa þær serótónín, það getur þrengt eða víkkað æðar og stýrt jafnvæginu í blóðstorknun.
Remove ads

Myndun serótóníns

Serótónín er að mestum hluta myndað í enterókrómaffínfrumum í meltingarfærum og í taugafrumum miðtaugakerfisins. Þegar enterókrómaffínfrumurnar fyllast af serótónínin er því seytt út í blóðið og blóðstyrkur þess hækkar. Blóðflögur og taugafrumur geta þá tekið serótónín upp úr blóðinu.

Hlutverk serótóníns

Helstu hlutverkin eru m.a.:[2]

  • aukin hreyfing meltingarfæra. Enterochromaffin frumur í meltingarfærum umbreyta tryptófani í serótónín. Þegar serótónínstyrkurinn hækkar inni í frumu lekur það út úr henni og verkar serótónín á nærliggjandi viðtaka í þörmunum sem valda ýmist hreyfingu þarmanna eða seytingu á efnum í blóðið eða þarmana sjálfa.
  • samdráttur sléttra vöðva, t.d. í berkjum og legi
  • bæði samdráttur og slökun æðakerfisins
  • sársaukaskyn í úttaugakerfi, þ.e.a.s. í taugum utan heila og mænu
  • bæði örvun og hömlun taugafruma í miðtaugakerfi, þ.e. heila og mænu
Remove ads

Viðtakar serótóníns

Þekktir viðtakar serótóníns eru gróflega:

Nánari upplýsingar Heiti viðtaka, Staðsetning viðtaka í líkama ...

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads