Shinichi Fujimura

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Shinichi Fujimura (藤村 新一, Fujimora Shin'ichi; fæddur 4. maí 1950) er japanskur fornleifafræðingur sem hélt því fram að hann hefði uppgötvað mikið af steinverkfærum frá árfornsteinöld og miðfornsteinöld. Þessir gripir reyndust síðar vera falsaðir.

Staðreyndir strax Fæddur, Störf ...

Frami

Fujimura fæddist í Kami, Miyagi-umdæmi, árið 1950. Eftir útskrift úr menntaskóla í Sendai fékk hann vinnu hjá framleiðslufyrirtæki. Hann fékk áhuga á fornleifafræði sem barn þegar hann fann leirbrot frá Jómontímabilinu í garðinum heima hjá sér.

Árið 1972 hóf Fujimura að læra fornleifafræði og leita að steinaldarmunum í frístundum. Næstu árin varð hann frægur meðal áhugafólks og fornleifafræðinga í Sendai þar sem hann varð formaður samtakanna Sekki Bunka Kenkyukai (石器文化ī究会, bókstaflega þýtt sem „félag um rannsóknir á verkfæramenningu“) árið 1975. Fujimura fann og gróf upp mörg steinverkfæri frá fornsteinöld á Miyagi-svæðinu, til dæmis í Zazaragi-uppgreftinum árið 1981, Nakamine C-uppgreftinum árið 1983 og Babadan A-uppgreftinum árið 1984. Út frá jarðlagagreiningu var aldur gripanna áætlaður um 50.000 ár.

Hann varð brátt þekktur sem einn fremsti áhugafornleifafræðingur landsins því hann fann flesta gripina á eigin spýtur. Hann varð þekktur sem fornleifafræðingurinn með „guðlegu hendurnar“.

Eftir þennan árangur tók hann þátt í 180 fornleifauppgröftum í norðurhluta Japans og fann nær alltaf stöðugt eldri gripi. Vegna uppgötvana hans var upphaf japanskrar fornsteinaldar fært aftur um 300.000 ár. Fæstir fornleifafræðingar véfengdu verk Fujimura og þessi niðurstaða var því tekin inn í sögukennslubækur. Síðar fékk hann stöðu sem aðstoðarforstjóri Tohoku-stofnunarinnar um rannsóknir á fornsteinöld.

Remove ads

Gagnrýni

Þrátt fyrir skort á andmælum fornleifafræðinga fullyrtu sumir jarðfræðingar og mannfræðingar að uppgötvanir hans væru vafasamar og pössuðu ekki við jarðfræðilega greiningu á stöðunum.

Takeoka Toshiki við Kyoritsu Joshi-háskólann gaf út grein þar sem hann sagði:[1]

Steinverkfæri sem fundust nýlega á stöðum sem tengjast síðfornsteinöld Japans, eins og í Kamitakamkori, eru svo ólíkir einkennum þessara steina frá árfornsteinöld ... Þeir eru eins og steinsköft Jómontímabilsins að formi og gerð. ... Fundarstaðurinn og gripirnir eru án efa óeðlilegir, eins konar „Out-of-place Artifact“ (OOPART).

  Shizuo Oda og Charles T. Keally nefndu einnig nokkur sérkennilegheit í grein sinni:[2]  

Eftir viðræður við aðalrannsakendur, Okamura og Kamata, og vandlega athugun á útgefnum vísindagreinum og steinbrotunum sjálfum, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að engir manngerðir gripir eldri en 30.000 ára hafi fundist í Miyagi-umdæmi svo staðfest sé. Staðhæfingar Okamura, Kamata, og annarra fornleifafræðinga frá Miyagi um uppgötvun minja frá árfornsteinöld byggjast á gölluðum rannsóknum og eru vafasamar.
Remove ads

Afhjúpun

Þann 23. október 2000 tilkynntu Fujimura og teymi hans aðra uppgötvun í rústum Kamitakamori nálægt Tsukidate í Miyagi-umdæmi. Fujimura fullyrti að hann hefði fundið stoðholur úr húsi frá fornsteinöld, sem hefði þá verið elsta bygging landsins, milli 600.000 og 120.000 ára gömul.[3]

Þann 5. nóvember 2000 birti dagblaðið Mainichi Shimbun myndir af Fujimura að grafa holur og fela 61 hlut í Kamitakamori, sem hann og teymið hans uppgötvuðu síðar.[3] Myndirnar voru teknar einum degi áður en tilkynnt var um uppgötvunina í Kamitakamori. Fujimura játaði og baðst afsökunar sama dag á blaðamannafundi og sagðist hafa verið „knúinn af óstjórnlegri löngun“. Í fyrstu neitaði Fujimura því samt að fyrri uppgötvanir hans væru falsaðar.[4]

Árið 2001 tóku Samtök japanskra fornleifafræðinga allar „uppgötvanir“ Fujimura til endurskoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði komið gripum fyrir í 42 uppgröftum.[4] Árið eftir komst stofnunin formlega að þeirri niðurstöðu að enginn af þeim gripum sem Fujimura sagðist hafa fundið hefði verið rétt aldursgreindur, að sumir þeirra báru för eftir málmverkfæri, og að sumir væru einfaldlega steinar.[5]

Fujimura var rekinn úr bæði samtökunum og frá Tohuku-stofninni, en forstjóri stofnunarinnar sagði af sér vegna hneykslisins.[3]

Tilvísanir

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads