Silli og Valdi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Silli og Valdi var matvöruverslanakeðja sem þeir Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson stofnuðu á Vesturgötu 52 í Vesturbæ Reykjavíkur árið 1925.[1] Árið 1927 hófu þeir verslunarrekstur í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10.[2] Þeir voru umfangsmiklir í rekstri matvöruverslana um alla borgina næstu áratugi og byggðu meðal annars húsið Austurstræti 17 árin 1963-65[3] og verslunarmiðstöðina Glæsibæ í Álfheimum 1970.[4] Sigurliði lést árið 1972 og var þá fyrirtækið, sem var einkafyrirtæki þeirra tveggja, tekið til arfskipta.[5] Árið 1974 tók Sláturfélag Suðurlands yfir verslunarreksturinn í Glæsibæ og næstu ár voru aðrar verslanir seldar.[6] Síðasta verslunin sem var kennd við Silla og Valda var matvöruverslun á Háteigsvegi 2, sem hafði breytt um nafn og verið nefnd „Háteigskjör“ árið 1976.[7]
Kona Sigurliða, Helga Jónsdóttir, lést árið 1978 og var þá eigum þeirra, sem voru gríðarmiklar, ráðstafað til lista- og menningarmála í samræmi við óskir þeirra. Meðal þeirra sem fengu fjárupphæðir úr dánarbúinu voru Leikfélag Reykjavíkur, Íslenska óperan og Listasafn Íslands.[8][9] Þá voru stofnaðir sjóðir kenndir við þau hjónin fyrir nemendur í raunvísindanámi og rannsóknir í læknisfræði.[10][11] Valdimar Þórðarson lést árið 1981.[12]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads