Skaftá

From Wikipedia, the free encyclopedia

Skaftá
Remove ads

Skaftá er jökulá í Vestur-Skaftafellssýslu á suðurhluta Íslands. Lengd hennar frá upptökum til ósa eru um 115 kílómetrar. Skaftá er blönduð á, jökulá með lindaráhrifum [1]. Upptök hennar eru í tveimur kötlum í Skaftárjökli, svokölluðum Skaftárkötlum en þar eru jarðhitasvæði undir jökulísnum. Skaftá liðast um hálendið sunnan við Langasjó og niður á milli hinna miklu eldstöðva Lakagíga og Eldgjár. Eftir Skaftárdalnum hlykkjast áin niður á láglendið og rennur sunnan við þorpið Kirkjubæjarklaustur á leið sinni til sjávar. Jökulhlaup eru tíð í Skaftá en þau eiga upptök sín í Skaftárkötlum.[2].

Staðreyndir strax Einkenni, Uppspretta ...
Thumb
Ósar Skaftár.

Skaftá og Skaftáreldahraun þóttu miklir farartálmar á árum áður. Samgöngur í þessum sveitum breyttust lítið frá því á landnámsöld allt fram á þriðja tug síðustu aldar á meðan hestar voru einu farartæki á landi. Meðan engar ár voru brúaðar varð að treysta á hestinn. Árið 1903 var Skaftá brúuð við Kirkjubæjarklaustur og stuttu síðar yfir Ása-Eldvatn.

Haustið 2015 varð mesta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. [3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads