Skott
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Skott er aftasti hluti hryggdýrs og er í beinu framhaldi af rófubeini þess. Hundar, mýs, kettir og refir eru með skott. Dindill er stutt „skott“ sauðkinda eða sela. Tagl er stertur á hrossi með tilheyrandi hárskúf. Hali er „rófa“ einkum á nautgripum, einnig ösnum, músum, rottum og ljónum o.fl. Stél er afturhluti fugls. Fiskar eru með sporð.
Til er fræg vísa sem minnir á þennan fjölbreytileika:
- Mús á hala, hestur tagl,
- hrútur dindil, stélið gagl,
- nautið stertinn, rakki rófu,
- reyður sporð, en skott á tófu.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads