Skuldabréf
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Skuldabréf er skrifleg yfirlýsing þar sem útgefandi viðurkennir einhliða og skilyrðislaust skyldu sína til að greiða ákveðna peningagreiðslu.[1][2] Þeir sem gefa út skuldabréf eru yfirleitt fyrirtæki og opinberir aðilar og eru skilmálar skuldabréfa ætíð ákveðnir fyrirfram með tilliti til endurgreiðslu og vaxta, sem annaðhvort eru fastir eða breytilegir. Ýmsar leiðir eru farnar til að tryggja að skuldari gangi ekki á bak orða sinna og ýmist eru fasteignir lagðar að veði eða ábyrgðarmenn tilgreindir. Skuldabréf eru skuldbinding til endurgreiðslu höfuðstóls ásamt ákveðnum vöxtum á tilgreindum tíma.
Remove ads
Fræðilegur inngangur
Hugtök
Skuldabréf hefur ákveðið nafnvirði, til dæmis 100.000 krónur. Útgefandi skuldabréfsins skuldbindur sig til að greiða nafnvirði bréfsins á gjalddaga til handahafa. Markaðsvirði skuldabréfsins eða sölugengi getur verið lægra en nafnvirði, þá er sagt að bréfið sé selt með afföllum. Ef markaðsvirði bréfsins er hærra en nafnvirði er sagt að bréfið sé selt á yfirverði. Skuldabréf bera gjarnan vexti og eru þeir kallaðir nafnvextir (vextir af nafnvirði bréfsins). Tíðni vaxtagreiðslna eða fjöldi afborgana er mismunandi eftir tegundum skuldabréfa. Nafnvextir geta verið fastir út samningstímann eða breytilegir. Skuldabréf (sérstaklega ríkisskuldabréf) eru sögð áhættulaus eign (e. risk-free asset), en ekki í þeim skilning að útgefandi standi alltaf við skuldbindingar sínar eða markaðsvirði þess breytist ekki, heldur að nafnvirði eignarinnar er alltaf þekkt ólíkt til dæmis hlutabréfum.
Einfalt líkan til skýringar
Til einföldunar má ímynda sér skuldabréf að nafnvirði F sem kemur til greiðslu á gjalddaga T. Við ímyndum okkur að tíminn líði í heilum árum og að klukkan 0 sé núna og klukkan 1 sé eftir ár en við útreikning vaxta er oftast gert ráð fyrir strjálum tíma þar sem tíminn líður í heilum dögum, mánuðum eða árum . Við gerum ráð fyrir að engir vextir séu greiddir fram að eða á gjalddaga, slík bréf eru kölluð núllvaxtaskuldabréf. Til að einhver ábati sé fyrir kaupanda slíkra bréfa kaupir hann þau með afföllum, það er að segja fyrir fjárhæð sem er lægri en nafnvirði bréfsins. Segjum að gjalddaginn sé eftir ár (T = 1), kaupandinn vilji 12% ársávöxtun og nafnvirði bréfsins séu 100 einingar, þá má reikna núvirði skuldabréfsins sem .[3][4] Ef kaupandinn gerir kröfu um meiri ávöxtun en almennt gerist á markaði býður hann minna fyrir skuldabréfið, við segjum að markaðsverð eða sölugengi skuldabréfanna ráðist af ávöxtunarkröfu.
Almennt þarf að huga að fleiru, því skuldabréf bera yfirleitt vexti og skuldabréf ganga kaupum og sölum á öðrum dögum en gjalddaga þess.
Skuldabréf með vöxtum
Við notum sama dæmi og að ofan, nema nú ber skuldabréfið 10% árlega nafnvexti og gjalddagi þess er eftir tvö ár. Á fyrsta vaxtagjalddaga fáum við þá 10 einingar greiddar í vexti (C) og á öðrum vaxtagjalddaga fáum við greiddar 10 einingar í vexti og 100 einingar höfuðstólsins. Við reiknum þá núvirði bréfsins miðað við 12% ársávöxtun með sambærilegum hætti:Til samanburðar getum við skoðað núllvaxtabréf með gjalddaga eftir tvö ár með sömu forsendum:Það er að segja, bréf sem ber enga vexti hefur lægra núvirði en bréf sem ber vexti. Almennt gildir um tvö skuldabréf sem hafa sama nafnvirði og gjalddaga að það bréfið sem ber hærri nafnvexti hefur hærra núvirði. Við getum líka tekið eftir eftirfarandi um skuldabréf sem hefur engan gjalddaga (eilífðarskuldabréf), þá er núvirði bréfsins nafnvextir deilt með vöxtunum:Ef að nafnvextirnir eru jafnir ávöxtunarkröfunni (þ.e. C = F * r
) þá er núvirði bréfsins nákvæmlega nafnvirðið. En á raunverulegum markað breytist ávöxtunarkrafa til dæmis vegna verðbólgu og þetta einfalda líkan gerir ekki ráð fyrir að skuldabréfið sé innkallað, hafi valréttarákvæði eða til dæmis greiðslufalli eða gjaldþroti útgefandans.
Samfelldir vextir
Skuldabréf að nafnvirði 100 einingar sem hefur fasta 10% vexti á ári með gjalddaga eftir 5 ár skilar kaupandanum jöfnum greiðslum upp á 10 einingar árlega þangað til á síðasta gjalddaga þegar hann fær einnig greiddan höfuðstólinn til baka. Miðað við 12% árlega samfellda vexti (r) er núvirði reiknað: Eftir fyrsta vaxtagjalddaga myndum við reikna:
Til samanburðar við dæmi um reglubundna vexti að ofan reiknum við:
Núvirði skuldabréfs reiknað með samfelldum vöxtum er lægra en þegar reiknað er með reglubundnum vöxtum. Þetta er afleiðing af því að ávöxtun er meiri því oftar sem vextir eru reiknaðir og leggjast við höfuðstólinn, jafnan fyrir samfellda vexti er markgildi jöfnunar fyrir reglubundna vexti þegar tíðnin stefnir á óendanleikann. Fræðileg líkön gera almennt ráð fyrir samfelldum tíma og samfelldum vöxtum eins og til að mynda í Black-Scholes formúlunni.
Remove ads
Saga

Á 12. öld gerði ítalska borgríkið Genúa samninga við erlenda lánadrottna um lán gegn tekjum af tollum í sveitafélaginu Rivarolo og borgríkið Feneyjar gerði lánasamninga við eignamikla íbúa um tekjur af Rialto-markaðnum til ellefu ára gegn láni á 270 kílóum silfurs hver.[5] Til að fjármagna stríðsrekstur gegn Býsansveldinu 1176 voru íbúar Feneyja skyldugir til að lána borgríkinu fé gegn 5% vöxtum þar til höfuðstóllinn var endurgreiddur.[5] Þessi skyldulán eða prestanze voru því eiginleg stríðskuldabréf eða mætti túlka sem nokkurs konar skatt. Þessir samningar (ekki eiginleg handhafaskuldabréf) gengu í erfðir og voru notaðir í viðskiptum eins og gjaldmiðill.
Á þrettándu og fjórtándu öld urðu til fleiri tegundir slíkra skuldabréfa, oft til að fjármagna stríðsrekstur milli borgríkjanna sjálfra sem þurftu að greiða málaliðum (condottieri) laun. Borgríkin gáfu út ný skuldabréf til að endurfjármagna eldri skuldabréfaútgáfu, fjármálakreppa vegna skuldsetningar og óeirðir vegna okurs áttu sér stað. Almennt var kostnaður lántöku borgríkja Ítalíu í gegnum skuldabréf hóflegur miðað við þann kostnað sem konungsríki Evrópu þurftu almennt að bera. Með því að sækja fjármagn til íbúa sinna með þessum hætti má líka ætla að hvati hafi verið fyrir íbúana til að bera hag borgríkisins fyrir brjósti, með þessum hætti var Medici-ættin bundin ríki Flórens bæði sem stjórnendur þess og stærstu eigendur opinberra skulda. Þessi tengsl gerðu skuldabréf ítalskra borgríkja að vænlegri fjárfestingakosti en til dæmis ríkisskuldabréf útgefin af einvaldi sem gæti kosið eftir hentugleika að virða ekki skuldbindingar.[6][7][5] Þannig var til dæmis Spænska krúnan reglulega í vanskilum við lánveitendur sína, en Spán átti í fjármálaerfiðleikum meðal annars vegan uppreisnar í norðurhluta Niðurlanda. Á sama tíma tókst Hollenska lýðveldinu að fjármagna sig vel með skuldagerningum af ýmsu tagi, en vegna hugmynda kirkjumanna um okur var algengara að menn lánuðu lýðveldinu gegn lífeyrisgreiðslum (lijfrenten) en líka með svokölluðum happdrættislánum þar sem menn lánuðu fé til ákveðinn tíma gegn ákveðnum líkum á stórum vinning.[7]
Hollenska Austur-Indíafélagið, fyrsta alþjóðlega hlutafélagið, gaf út skuldabréf til þess að fjármagna sig í stað þess að gefa út og selja fleiri hlutabréf, meðal annars til þess að friðþægja eigendur sem vildu ekki þynna hlut sinn eða minnka atkvæðavægi sitt. Þetta er fyrsta dæmið um fyrirtækjaskuldabréf og þykir merkilegt sökum þess og að öflugur eftirmarkaður með þessi bréf myndaðist.[8]
Þegar Óraníufurstinn Vilhjálmur varð konungur Englands í kjölfar Dýrlegu byltingarinnar fluttust margar af þeim fjármálahugmyndum sem höfðu þróast í Hollandi til Bretlands. Útgáfa breska ríkisins á eilífðarskuldabréfum (e. British consol) er talin ein sú best heppnaðasta, skuldabréfin báru fasta vexti og höfðu engan gjalddaga. Þau voru gefin út á árunum 1751–1923 og það síðasta ekki innleyst fyrr en 2015.[7]
Remove ads
Ríkisskuldabréf
Sjá einnig grein: ríkisskuldabréf og verðbréf

Ríkisskuldabréf gefur ríki út til að fjármagna rekstur sinn að hluta, sem er einn af þeim tekjustofnum sem hægt er að grípa til, auk skattstofna og annara tekjuliða. Þessi verðbréf eru í dag kölluð ríkisbréf, sem ætluð eru til langs tíma og ríkisvíxlar, sem ætlaðir eru til skemmri tíma en eins árs. Þessi bréf eru óverðtryggð og bera ýmist fasta vexti á fyrirfram gefnu tímabili eða breytilega vexti, sem geta breyst á tímabilinu. Fyrirkomulag þessarar útgáfu hefur verið talinn góður kostur fyrir almenning sem sparnaðarleið, enda höfuðstóllinn ríkistryggður, en einnig hafa ríkisskuldabréf verið vænlegur kostur fyrir fjárfesta sem vilja „geyma“ fé sitt þar sem áhætta telst minni en á almennum hlutabréfamarkaði, á bankabók o.s.frv.[9]
Helstu tegundir skuldabréfa
Ýmsar tegundir skuldabréfa eru til sem kveða á um mismunandi lánstíma og vaxtastig.
Víxlar
Eru skammtímalán, ætluð til skemmri tíma en eins árs. Víxlar eru að jafnaði óverðtryggðir og algengt er að þeir séu til eins eða fárra manaða í senn. Vextir á víxlum eru greiddir í upphafi lánstímans vegna svokallaðra forvaxta, sem víxlar bera. Sú vaxtagreiðsla dregst frá upphaflegum höfuðstól og fær lánþeginn mismuninn. Miðað við 10% forvexti á 90 daga víxli, sem nemur 100.000 kr. yrði kaupverð hans 97.645 kr. [10]
Skuldabréf með vaxtamiðum
Algengustu skuldabréfin í heiminum eru skuldabréf með vaxtamiðum. Vextir þeirra eru greiddir reglulega út lánstímann. Á síðasta vaxtagjalddaga er upphaflega lánsfjárhæð að auki greidd.[10]
Eingreiðslubréf
Eru stundum nefnd kúlulán, greiðast að fullu í lok lánstímans með uppgreiðslu höfuðstóls og vaxta auk vaxtavaxta. Vaxtavextir greiðast af vöxtum, sem hafa lagst við höfuðstól.[10]
Spariskírteini ríkissjóðs
Spariskírteini ríkissjóðs eru dæmi um eingreiðslubréf, sem eru algengustu skuldabréfin á Íslandi.[10]
Skuldabréf með jöfnum afborgunum
Skuldabréf með jöfnum afborgunum eru greidd til baka með jöfnum greiðslum af upphaflegum höfuðstól. Vaxtagreiðslur á þannig skuldabréfi eru hæstar í upphafi endurgreiðslutímabilsins en lækka síðan samhliða lækkandi höfuðstól. Afborganir af þessum skuldabréfum geta bæði verið með reglulegu og óreglulegu tímabili.[10]
Jafngreiðslubréf
Jafngreiðslubréf með reglulegum afborgunum dreifa afborgunum höfuðstóls og vaxta jafnt út lánstímann. Í fyrstu eru vaxtagreiðslur hátt hlutfall endurgreiðslu af slíku bréfi en greiðsla af höfuðstól er lág. Hlutfall höfuðstóls í endurgreiðslu eykst þegar líður á lánstímann og vaxtahlutfall lækkar. Lán Byggingarsjóðs ríkisins eru dæmi um jafngreiðslubréf.[10]
Víkjandi skuldabréf
Víkjandi skuldabréf víkja þegar aðrar kröfur eru gerðar á útgefandann. Endurgreiðsla skuldabréfanna er oftast í formi eingreiðslu, en einnig með öðrum aðferðum.
Slíkar skuldir flokkast með eigin fé en ekki skuldum, þegar þær eru færðar í efnahagsreikning fyrirtækja.[10]
Fasteignatryggð skuldabréf
Fasteignatryggð skuldabréf eru tryggð með veði í fasteign. Nái útgefandinn ekki að greiða skuldina á réttum tíma getur eigandi skuldabréfsinsins gengið að fasteignaveðinu og er fasteignin þá selda á uppboði. Andvirðið gengur síðan upp í skuldina. Margar leiðir eru færar til þess að greiða fasteignatryggð skuldabréf.[10]
Skuldabréf með breytilegum vöxtum
Skuldabréf með breytilegum vöxtum hafa breytilega vexti sem taka mið af ákveðnum viðmiðum, meðalvexti Seðlabanka Íslands ofl. Eigandi skuldabréfsins getur því átt von á að vaxtagreiðslur geti breyst á milli gjalddaga. Flest skuldabréfalán einstaklinga bera breytilega vexti og eru oftast ekki fáanleg á almennum skuldabréfamarkaði.[10]
Breytanleg skuldabréf
Breytanleg skuldabréf eru gefin út af hlutafélögum og þeim má breyta í hlutabréf á ákveðnu gengi. Það gengi er í mörgum tilvikum nokkuð hærra en gengi hlutabréfs við útgáfu skuldabréfsins. Vextir venjulegra skuldabréfa eru aftur á móti oft hærri en vextir breytilegra skuldabréfa. Ef markaðsverð hlutabréfa viðkomandi fyrirtækis hækkar umfram viðmiðunarverð, samkvæmt skilmálum skuldabréfsins, getur eigandi skuldabréfsins ákveðið að breyta því í hlutabréf eða valið að eiga skuldabréfið áfram til gjalddaga.[10]
Eigandi skuldabréfsins fengi þannig hlutabréf á lægra verði en á markaðsvirði, kysi hann svo, og getur innleyst gengishagnað strax, selji hann hlutabréfin í kjölfarið.
Innkallanleg skuldabréf
Slík bréf er hægt að innkalla fyrir endanlega gjalddaga þess. Eigandi bréfsins hefur einnig rétt til þess að krefja skuldarann um greiðslu áður en að endanlegum gjalddaga kemur. Innlausn eða innköllun er heimil einu sinni á ári á ákveðinni dagsetningu. Nokkrir flokkar spariskírteina ríkissjóðs eru dæmi um slíkt.[10]
Verðtryggð skuldabréf
Fyrstu verðtryggðu lánin sem vitað er um, voru gefin út árið 1780 af bandarísku fyrirtæki og útgáfa verðtryggðra ríkisskuldabréfa og fyrirtækjabréfa á sér stað í nánast öllum þróuðum löndum í heiminum.
Höfuðstóll verðtryggðra skuldabréfa breytist í takt við verðlag. Af þeim sökum eru nafnvextir verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra lána, sem nemur verðbólguvæntingum á ári út lánstímann.
Raungreiðslubyrði verðtryggðra lána helst því tiltölulega stöðug út lánstímann, en getur verið mjög sveiflukennd út lánstíma óverðtryggðra lána.[10]
Remove ads
Helstu einkenni skuldabréfa
Til eru allmargar tegundir af skuldabréfum og nýjar eru sífellt að verða til. Gefið yfirlit yfir þær og helstu og einkenni þeirra. All flestar eru þekktar á Íslandi en aðrar minna þekktar, en geta verið algengar erlendis[10].
Remove ads
Uppboð skuldabréfa
Uppboð á skuldabréfum fór fram á ríkisbréfum, ríkisvíxlum og spariskírteinu í fyrsta skipti á Íslandi árið 1992 og hefur aukist jafnt og þétt síðan þá. Þetta fyrirkomulag er í auknum mæli í takt við uppboðsleið á sölu á skuldabréfa erlendis, sem er þar algengasti sölumátinn þegar skuldabréf eru gefin út. Væntanlegir kaupendur skuldabréfanna leggja inn tilboð um magn og verð á bréfunum. Útgefandinn fer yfir tilboðin, sem þarf að skila á réttum tíma, og ákveður hvaða tilboðum skuli tekið. Það fer bæði eftir heildarupphæð tilboða og því verði, sem boðið er. Uppboð ríkisverðbréfa árið 1993 fór fram á miðvikudögum, fjögur í hverjum mánuði, samkvæmt dagskrá sem ríkissjóður gaf út. Spariskírteini og ríkisskuldabréf voru boðin upp einu sinni í mánuði og ríkisvíxlar tvisvar í mánuði. Árið 1994 breytti ríkissjóður dagskránni. Þriggja, sex og tólf mánaða ríkisvíxlar voru boðnir upp í fyrstu viku hvers mánaðar, fimm og tíu ára spariskírteini í annari viku hvers mánaðar og þriggja mánaða ríkisvíxlar og tveggja ára ríkisbréf í þriðju viku.[10]
Kaupendur skuldabréfa erlendis eru helst tryggingafélög, fjárfestar, lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og aðrir, sem vilja ávaxta fé til langs tíma.[10]
Remove ads
Tengt efni
Tilvísanir
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads