Slöngur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Slöngur
Remove ads

Slöngur eða snákar (fræðiheiti: Serpentes) eru fótalaus skriðdýr með misheitt blóð. Þær eru með hreistur. Margar slöngur eru með mjög liðuga kjálka sem gera þeim kleift að gleypa bráð sem er stærri en hausinn þeirra. Þær eru náskyldar eðlum og til eru nokkrar tegundir fótalausra eðla sem líkjast slöngum.

Staðreyndir strax Slöngur Tímabil steingervinga: Krítartímabilið - nútími, Vísindaleg flokkun ...

Slöngur má finna í öllum heimsálfum fyrir utan Suðurskautslandið, en þær finnast ekki á Íslandi, Grænlandi, Nýja-Sjálandi og ýmsum öðrum eyjum.

Af snákum eru til um 4170 tegundir,[1] þar af eru um 600 eitraðar tegundir. Þær slöngur sem eru eitraðar nota eitrið aðallega til að fanga bráð frekar en til að verja sig. Slöngur sem eru ekki eitraðar drepa bráð sína annaðhvort með því að kyrkja hana eða með því að gleypa hana.

Allir snákar eru syndir. Sumir sjósnákar geta að hluta andað í gegnum húðina og geta því verið í kafi allt að 6 tíma. Sá hluti þeirra sem geta aðeins andað með lungunum geta haldið sér á kafi í allt að 15 mínútur.

Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads