Snælenja
Trétegund From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Snælenja (Nothofagus antarctica) er lauftré frá suðurodda Suður-Ameríku af ættkvíslinni Nothofagaceae. Telst það vera suðlægasta tré í heimi.

Remove ads
Lýsing
Snælenja þekur hlíðar hátt í fjöll upp í Chile og Argentínu og vex í dölum Eldlandsins. Það er lítið, sumargrænt tré með flæktar greinar eða runni allt að 17 m hár í heimkynnum sínum. Krónan er óregluleg. Lauf haldast græn á trénu langt eftir hausti. Skyld tegund er hvítlenja (Nothofagus pumilio).
Á Íslandi
Snælenja virðist dafna við sömu skilyrði og birki, en þarf þó betra skjól og meiri framræslu. Vex oftast sem runni og er til í trjásöfnum og einstökum görðum.[1]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads