Strandreyr
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Strandreyr (fræðiheiti: Phalaris arundinacea) er hávaxið gras sem oft myndar þéttar breiður við ár og læki og á öðrum votlendissvæðum í heimkynnum sínum, en tegundin er útbreidd í Evrópu, Asíu, norður Afríku og Norður-Ameríku.[1][2]
Remove ads
Lýsing
Stönglarnir geta náð 2 m hæð.[3] Blöðin eru yfirleitt græn, en geta verið mislit. Punturinn er að 30 sm langur.[3] Öxin eru ljósgræn, oft með dekkri rákum.[4] Þetta er fjölært gras sem breiðist út með jarðstönglum.[3]
Nytjar
Nokkur afbrigði eru í ræktun í görðum með tví eða þrílit blöð; stundum nefnd randagras – svo sem 'Picta', 'Castor' og 'Feesey'. Það seinna er með bleikum blæ á blöðunum.[5] Það er þurrkþolið, en vex best í nægu vatni og jafnvel sem tjarnargróður.[5]
Úr Plants for a Future (pfaf.org): Ætir hlutar: blöð; rót; fræ; stöngull.
P. arundinacea er einnig ræktað sem dýrafóður, ýmist til beitar eða í hey.
Remove ads
Tilvísanir
Ytri tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads