Stuttnefja

From Wikipedia, the free encyclopedia

Stuttnefja
Remove ads

Stuttnefja (fræðiheiti: Uria lomvia) er strandfugl af svartfuglaætt og nokkuð lík langvíu. Hún er svört á höfði og baki en hvít að neðanverðu. Á veturna fær hún hvíta vanga. Goggurinn er svartur, oddhvass og með hvítri rönd á jaðri efra skolts. Fætur eru svartir og augun svört. Stuttnefjan verpir á líkum stöðum og langvían, en ólíkt henni (sem verpir á berar syllur og bríkur) er dálítil jarðvegur eða leir og sandur í eggstæðinu hjá stuttnefjunni. Þær eru líka yfirleitt fáar saman. Mesti þéttleiki stuttnefju í varpi hefur þó mælst 37 fuglar á fermetra. Stuttnefjuna má helst finna í stórum hópum í Látrabjargi, Hælavík og Hornabjargi. Lítið er vitað um ferðir hennar á veturnar en flestar langvíur eru hér frá byrjun apríl og fram til byrjun ágúst.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Thumb
Uria lomvia lomvia

Stuttnefjan átti sér ólík heiti eftir landshlutum. Í Látrabjargi var hún kölluð nefskeri og í Papey stuttvíi, í Skrúð drunnnefja og á Langanesi klumba. [1]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads