Sverð
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sverð eða brandur er langt og oddmjótt handvopn sem hægt er að beita sem högg- eða lagvopn og hefur verið notað í flestum menningarsamfélögum frá alda öðli. Meginhlutar sverðs eru blað með bakka og egg, ýmist báðum megin (tvíeggjað sverð) eða öðrum megin (eineggjað sverð). Efri og neðri hjöltu eru þvereiningar sverðsins, að ofan og neðanverðu við meðalkaflann. Tækni við að beita sverði er breytileg eftir menningarsvæðum og lögun sverðsins.



Sverð eru talin hafa þróast út frá hnífum á bronsöld frá því á 2. árþúsundi f.Kr. þegar varð tæknilega mögulegt að móta lengri blöð.
Í ólympískum skylmingum er notast við þrenns konar sverð: höggsverð, stungusverð og lagsverð, en mismunandi keppnisreglur gilda fyrir hvert vopn.
Remove ads
Sverð til forna
Sverð í Norður Evrópu á fornöld voru stærri og veigameiri en þau sem tíðkuðust um sömu mundir við Miðjarðarhafið. Brandurinn var beinn, breiður og tvíeggjaður, og gekk eftir honum að endilöngu hryggur, er kallaður var véttrim, fram undir blóðrefilinn, en svo nefndist oddur sverðsins. Fletirnir beggja vegna við véttrimina voru kallaðir valbastir. Rammgjör þverstöng (fremra hjalt, höggró, gaddhjalt) var til hlífðar framan við handfangið (meðalkaflinn), en til viðnáms fyrir höndina að aftan var knappur mikill eða hnúður, ýmislega lagaður (efra hjalt, klót).
Eftir lok bronsaldar lögðu Germanskar og Keltneskar þjóðir meira upp úr höggetu sverða sinna, en notuðu þau síður til að stinga andstæðinga sína. Miðjarðarhafsþjóðir smíðuðu helst styttri sverð sem sérstaklega voru ætluð til að stinga.
Remove ads
Söx
Hin svonefndu söx eða saxsverð voru nokkru minni en hin vanalegu sverð og ekki tvíeggjuð. Meðallengd sverða frá fremra hjalti til blóðrefils mun hafa verið hálft annnað fet; að minnsta kosti er svo að sjá sem það hafi verið lögboðin lengd hólmgöngusverða í heiðni.
Ferðalok
- Í lokaerindi ljóðsins Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson er fjallað um blað, egg og bakka:
- Háa skilur hnetti
- himingeimur,
- blað skilur bakka og egg;
- en anda sem unnast
- fær aldregi
- eilífð að skilið.
Tenglar

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Sverð.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist sverðum.
- „Forn sverð og sverðsmíðar“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1966
- „Endurheimt fornaldarsverð“; grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1971
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads