15. öldin
öld From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
15. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1401 til loka ársins 1500.
Helstu atburðir og aldarfar

- Kínverjar könnuðu Indlandshafið með stórum flota af djúnkum undir stjórn flotaforingjans Tsjeng He 1405 til 1433.
- 1412 hófu Englendingar fiskveiðar við Ísland í stórum stíl þannig að 15. öldin er kölluð „enska öldin“ í Íslandssögunni.
- Bæheimsku styrjaldirnar stóðu milli fylgjenda kenninga Jan Hus og krossfara rómversk-kaþólsku kirkjunnar frá 1420 til 1434.
- Á Norðurlöndum stóð Kalmarsambandið veikum fótum í Svíþjóð, en konungsvaldið hélt velli og tókst að vinna sigra bæði á Þýsku riddurunum, Hansasambandinu og tímabundið gegn greifunum í Holtsetalandi.
- Hundrað ára stríðinu milli Frakklands og Englands lauk með sigri Frakka 1453, tuttugu árum eftir lát Jóhönnu af Örk.
- Eftir ósigur gegn Tímúrveldinu og borgarastyrjöld í upphafi aldarinnar hóf Tyrkjaveldi röð landvinninga í Evrópu og lagði undir sig Konstantínópel 1453.
- Rósastríðið, milli ættanna York og Lancaster um konungstign í Englandi, stóð frá 1455 til 1485.
- Árið 1467 hófst Sengokutímabilið í Japan með Onin-borgarastyrjöldinni.
- Ívan mikli hætti að greiða skatt til Mongóla og tókst að standa gegn þeim við Úgrafljót 1480, sem leiddi til upplausnar Gullnu hirðarinnar og sjálfstæðis Rússa.
Remove ads
Tenglar
15. öldin:
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads