Svjatlana Tsíkhanoúskaja
Hvítrússneskur stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Svjatlana Heorhíjeúna Tsíkhanoúskaja (hvítrússneska: Святлана Георгіеўна Ціханоўская; fædd 11. september 1982) er hvítrússneskur mannréttindafrömuður og stjórnmálamaður sem bauð sig fram í forsetakosningunum í Hvíta-Rússlandi 2020.
Tsíkhanoúskaja tók við forystu stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi eftir að eiginmaður hennar, Sjarhej Tsíkhanoúskí, var handtekinn í aðdraganda kosninganna 2020.[1]
Sitjandi forsetinn Alexander Lúkasjenkó var lýstur sigurvegari í kosningunum og opinberar tölur gáfu til kynna að hann hefði unnið með 80 prósentum atkvæða.[2]
Niðurstaða kosninganna var mjög umdeild og Lúkasjenkó var víða sakaður um að hafa haft rangt við. Tsíkhanoúskaja viðurkenndi ekki sigur Lúkasjenkós og tók þátt í fjöldamótmælum gegn kosningunum og einræðisstjórn Lúkasjenkós frá ágúst 2020. Hún flúði til Litáens í mótmælunum af ótta um líf sitt og barna sinna.[3] Sum ríki, meðal annars Bretland, viðurkenndu ekki niðurstöður kosninganna.
Eiginmanni Svjatlönu, Sjarhej, var sleppt úr fangelsi árið 2025 eftir fund Keiths Kellogg, sendierindreka Bandaríkjastjórnar, með Lúkasjenkó.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads