1982

ár From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Árið 1982 (MCMLXXXII í rómverskum tölum) var 82. ár 20. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Atburðir

Janúar

Thumb
Commodore 64.
  • 1. janúar - Bandaríska fréttastöðin CNN hóf útsendingar.
  • 3. janúar - Italia 1, fyrsta ítalska einkarekna sjónvarpsstöðin sem sendi út um allt land, var stofnuð með sameiningu 18 héraðsstöðva.
  • 4. janúar - Ítalski útgefandinn Mondadori stofnaði sjónvarpsstöð á landsvísu, Rete 4, með sameiningu 22 héraðsstöðva.
  • 7. janúar - Heimilistölvan Commodore 64 var kynnt í Las Vegas.
  • 8. janúar - Kuldamet var slegið í Danmörku þegar frostið mældist 31,2 gráður.
  • 8. janúar - AT&T Corporation var skipt upp í 22 fyrirtæki eftir dóm fyrir brot gegn lögum um bann við einokun.
  • 9. janúar - Fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar í Gamla bíói, Sígaunabaróninn, var frumsýnd.
  • 13. janúar - Air Florida-flug 90 rakst á brú skömmu eftir flugtak í Washington-borg og hrapaði í ána Potomac. 80 létust.
  • 14. janúar - Stórviðri gekk yfir Austurland. Rúður brotnuðu í flestum húsum á Borgarfirði eystra.
  • 17. janúar - Kaldi sunnudagurinn átti sér stað í norðurhluta Bandaríkjanna þar sem öll kuldamet féllu.
  • 21. janúar - Tveir björgunarmenn og tveir úr áhöfn fórust er belgíski togarinn Pelagus strandaði við Vestmannaeyjar.
  • 26. janúar - Mauno Koivisto var kjörinn forseti Finnlands.
  • 28. janúar - Ítalskir sérsveitarmenn handtóku fimm meðlimi Rauðu herdeildanna í Padúu og frelsuðu bandaríska herforingjann James Lee Dozier sem samtökin héldu sem gísl.
  • 30. janúar - Fyrsti tölvuvírusinn, Elk Cloner, var uppgötvaður.
  • 31. janúar - Samtök um kvennaframboð voru stofnuð af konum í Reykjavík.

Febrúar

Thumb
Flugvélar Laker Airways daginn eftir gjaldþrotið.

Mars

Thumb
Columbia skotið á loft.

Apríl

Thumb
Fólk flutt frá ísraelsku landnemabyggðinni Yamit í norðausturhluta Sínaí.

Maí

Júní

Thumb
Breskir fallhlífarhermenn gæta argentínskra stríðsfanga í Port Stanley.

Júlí

Thumb
Fjöldabrúðkaup á vegum Moon árið 1982.
  • 1. júlí - Grandmaster Flash og The Furious Five gáfu út smáskífuna „The Message“ sem var fyrsta platan til að útskýra hvernig er að lifa í fátrækarhverfinu.
  • 2. júlí - Larry Waters flaug í 4.900 metra hæð yfir Long Beach í Kaliforníu í garðstól með helíumblöðrur festar við hann.
  • 2. júlí - Sprengja sprakk í geymsluhólfi á Aðaljárnbrautarstöðinni í Osló með þeim afleiðingum að 19 ára stúlka lést. Átta dögum síðar fannst önnur ósprungin sprengja í öðru hólfi. Átján ára piltur reyndist standa á bak við tilræðin.
  • 3. júlí - Fjárfestingarfélagið Kuben í eigu hljómsveitarinnar ABBA og framleiðandans Stikkan Anderson keypti fyrirtækin Monark og Stiga.
  • 8. júlí - The Coca-Cola Company setti drykkinn Diet Coke á markað.
  • 9. júlí - Pan Am flug 759 hrapaði yfir Kenner í Louisiana með þeim afleiðingum að 146 farþegar létust og 8 á jörðu niðri.
  • 11. júlí - Ítalía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla með 3-1 sigri á Vestur-Þýskalandi.
  • 16. júlí - Trúarleiðtoginn Sun Myung Moon var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir skattsvik í New York-borg.
  • 20. júlí - Tvær sprengjur á vegum IRA sprungu í London með þeim afleiðingum að átta hermenn létust og 47 manns særðust.
  • 23. júlí - Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað að banna hvalveiðar í hagnaðarskyni fyrir 1985-1986.
  • 23. júlí - 299 manns létust í aurskriðum vegna úrhellisrigninga í Nagasaki í Japan.
  • 23. júlí - Í Kolmårdens-dýragarðinum í Svíþjóð var ferðamaður sem fór úr bifreið sinni drepinn af ljóni.
  • 24. júlí - Á Skeiðarársandi fannst skipsflak, sem í fyrstu var talið vera flak gullskipsins Het Wapen van Amsterdam sem fórst þar árið 1667. Í ljós kom að flakið var af þýskum togara frá árinu 1903.
  • 31. júlí - Tvær rútur með skólabörn og þrír bílar lentu í árekstri við Beaune í Frakklandi með þeim afleiðingum að 53 létust, þar af 44 börn. Þetta var mesta umferðarslys í sögu Frakklands.

Ágúst

Thumb
Hermenn úr frönsku útlendingaherdeildinni fylgjast með flutningi PLO-manna frá Beirút.

September

Thumb
Amine Gemayel tekur við forsetaembætti í Beirút.
  • haust - Anima, félag sálfræðinema við Háskóla Íslands var stofnað.
  • 3. september - Sýning var opnuð á Kjarvalsstöðum á verkum Bertels Thorvaldsen og var það fyrsta sýning utan Danmerkur á vegum Thorvaldsensafnsins í Kaupmannahöfn.
  • 3. september - Ítalski herforinginn Carlo Alberto Dalla Chiesa var myrtur, ásamt eiginkonu sinni og bílstjóra, af ítölsku mafíunni í Palermó.
  • 13. september - Grace Kelly fékk heilablóðfall meðan hún ók bifreið sinni. Bíllinn hrapaði niður fjallshlíð. Hún lést á sjúkrahúsi daginn eftir.
  • 14. september - Forseti Líbanon, Bachir Gemayel, var myrtur.
  • 16. september - Blóðbaðið í Shabra og Shatila hófst þegar Líbanski framvörðurinn réðist inn í flóttamannabúðir í Beirút og myrti milli 762 og 3500 manns.
  • 19. september - Scott Fahlman stakk upp á notkun broskallsins.
  • 21. september - Alþjóðlegur dagur friðar var haldinn í fyrsta sinn.
  • 23. september - Amine Gemayel var kosinn forseti Líbanon.
  • 24. september - Wimpy-aðgerðin markaði upphaf vopnaðrar andspyrnu gegn Ísraelsher í Beirút.
  • 25. september - Um 400.000 manna mótmælaganga í Tel Aviv krafðist afsagnar Menachem Begin vegna framgöngu Ísraelshers í Líbanon.
  • 30. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Staupasteinn hóf göngu sína.

Október

Thumb
Fyrsti geislaspilarinn.

Nóvember

Thumb
Thames Barrier árið 1985.

Desember

Ódagsettir viðburðir

Remove ads

Fædd

Thumb
Bryndís Björgvinsdóttir
Thumb
Vilhjálmur Bretaprins
Thumb
Logi Geirsson
Remove ads

Dáin

Thumb
Grace Kelly

Nóbelsverðlaunin

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads