Tóbak
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Tóbak er fíkniefni unnið úr blöðum tóbaksjurtarinnar (Nicotiana tabacum). Aðalvirka efnið í tóbaki er nikótín, sem er þekkt fyrir að valda fíkn. Auk nikótíns inniheldur tóbak fjölmörg önnur efnasambönd, en mörg þeirra eru krabbameinsvaldandi. Neysla tóbaks fer fram á ýmsa vegu. Tóbaks er yfirleitt neytt með því að reykja það, til dæmis í píputóbaki, vindlum eða sígarettum. Einnig er tóbaks neytt með því að tyggja það (munntóbak), setja það undir vörina eða sjúga það í gegnum nefið (neftóbak). Uppruni tóbaksneyslu má rekja til indíána í Nýja heiminum. Eftir landafundina á 15. öld breiddist tóbaksneysla hratt um allan heim. Litið er á tóbaksreykingar sem meiri háttar heilbrigðisvandamál vegna þess hve það er stór áhrifaþáttur í tíðni krabbameins auk ýmissa öndunarfæra- og hjartasjúkdóma.
Remove ads
Tengill
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads